Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 39
Mannlýsingar í konungasögum
37
þátt í orrustum. Andstætt Sverri stendur hann ekki í nánum tengslum við menn
sína. Hann getur fyrirskipað í stað þess að telja á sitt mál - þó að sagan dragi ekki
fjöður yfir að ýmsar brotalamir getið verið í agamálunum. Orrusturæður eru
sjaldgæfar í sögunni, og hin mikilvægasta þeirra, á undan orrustunni í Osló gegn
Skúla árið 1240, snýst mest um réttlátan málstað Hákonar og ber lítinn keim af
þeirri áróðurstækni sem er lýsandi fyrir Sverris sögu. Á sama hátt og þegar um
utanríkismálin er að ræða, er hinn siðferðilegi þáttur í styrjöldum Hákonar
undirstrikaður. Þær eru ávallt réttlátar, og Hákon er - í flestum tilfellum -
mannúðlegur herforingi, sem vill valda sem minnstum þjáningum. Sverri er
einnig lýst sem mannúðlegum, en mannúð hans beinist einkum að atvinnuher-
mönnum andstæðingsins, eins konar riddaramennska, sem hefur reyndar líka
sinn hertæknilega og pólitíska tilgang. A hinn bóginn undirstrikar Hákonar saga
mannúð Hákonar gagnvart almenningi og gott samband hans við bændur.
Gagnvart Skúla er honum einnig lýst sem hófsömum og réttlátum; hér er sökinni
varpað að mestu á ráðabruggara beggja flokka og illa ráðgjafa Skúla.
Lýsing Hákonar er ávallt ópersónuleg í þeim skilningi að hann komi fram sem
talsmaður almennra grundvallaratriða og íklæddur opinberri tign konungs. Um-
fram allt sjáum við Hákon aldrei í beinum átökum við aðra, hvort heldur
stuðningsmenn eða andstæðinga. Það eru slík átök sem skapa líf og spennu í
öðrum konungasögum svo að konungarnir stíga fram á sjónarsviðið sem lifandi
einstaklingar. Þegar konungurinn kemur stöðugt fram í slíkum aðstæðum stafar
það af því að staða hans sem konungs veltur á því að hann ráði við þær. Hákon
er hins vegar yfir það hafinn að taka þátt í þeim. Þvert á móti myndi persónulegur
ágreiningur, óháð niðurstöðunni, tefla stöðu hans sem fulltrúa Guðs á jörðu í
tvísýnu. í hinum löngu deilum milli Hákonar og Skúla bregður við og við fyrir
nokkrum svipmyndum af Skúla, sem stígur fram af styrk og mælsku til þess að
verja sig gegn ákærendum, en við fáum aldrei að sjá nein átök milli hans og
Hákonar. Það mundi vera andstætt tign Hákonar sem konungs.
Niðurstaða
Sú framsetning á þróun sagnaritunarinnar sem er rædd hér að ofan sýnir þróun
frá veraldlegum skilningi til trúarlegs skilnings á konunginum og persónuleikan-
um og þróun frá skilningi á samfélaginu sem hópi höfðingja í innbyrðis sam-
keppni til skipulegs valdastiga undir forustu konungsvaldsins. Hliðstæða þróun
má sjá nokkru fyrr í sagnaritun annars staðar í Evrópu, t.d. í Þýskalandi á
tímabilinu um 900-1100. Þar sjáum við líka skýrar framfarir í sagnarituninni
varðandi mál og stíl og íhugun á sögulegu samhengi, þó að við sjáum ekki þróun
í átt til þeirrar söguskoðunar sem var ríkjandi í Noregskonungasögum.
Þróunin frá eldri sagnahefð til Hákonar sögu lýsir sér ekki sem eindregin
framþróun. Þvert á móti eru flestir þeirrar skoðunar að bæði Heimskringla og
Sverris saga séu betri bókmenntir en Hákonar saga og það má líka færa rök fyrir
því að eldri sögurnar vitni um meira innsæi í pólitíska hegðun og gefi ýtarlegri og