Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 251

Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 251
Freyfaxahamarr 249 VII Trúararfsagnir tíundu aldar hlutu að taka eðlilegum breytingum af umhverfi og ríkjandi hugmyndum eftir því sem leið á aldirnar í kristnu landi. Áður hefur verið rakið hvernig viðhorf til vanhelgunar norrænna goða breyttist úr refsiverðu athæfi á tíundu öld í hetjudáð nokkrum öldum síðar. Annað efni trúararfsagna var undir sömu sök selt. í norska sagnaefninu sem rakið hefur verið má sjá hvernig fornar fórnarfrásagnir og frásagnir af förgun hrossa á síðari öldum hafa gengið manna á meðal í sviplíku munstri. Eftir kristnitöku mótuðust sagnir í Noregi um að hestum hafi verið fargað með því að hrekja þá fram af hömrum. Það leiðir hugann að hrossunum eða hryssunum á Aðalbóli sem áttu að verða ellidauðar. Þá hefur þeim hugsanlega verið fyrirkomið í mýri, vatni eða hrint fram af björgum, því ætla má að svipaðar aðferðir hafi verið viðhafðar hér á landi og í Noregi, enda þótt hliðstæðar sagnir hafi ekki varðveist. Það er því engan veginn útilokað að höfundur Hrafnkels sögu hafi getað stuðst við einhverjar kristnar arfsagnir um förgun hrossa, svipaðar lýsingu hans á aftöku Freyfaxa. í Hrafnkels sögu eru nokkur trúarsöguleg minni sem sumir fræðimenn hafa talið að byggðu á fornum tíundu aldar arfsögnum. Nefni ég hér sérstaklega helgina á Freyfaxa, helgispjöllin og hnegg hestsins er leiddi til vígs Einars. Þessi minni tengjast afstöðu Hrafnkels til átrúnaðar í upphafi sögunnar og falla ágætlega inn í þann hugmyndaheim sem ætla má að hafi mótað viðhorf manna hér á landi laust fyrir miðja tíundu öld. Um þetta efni hefur víða verið fjallað og vísa ég hér til nokkurra rita (AL 1945, 60 o.áfr.; GTP 1964, 167; JHA 1990, 77-79 o.tilv. rit). Um sum önnur trúarleg minni í sögunni gildír hins vegar, að þar getur ekki verið um tíundu aldar trúararfsagnir að ræða. I þeim minnum gætir kristinna viðhorfa og kristinnar afstöðu til norrænnar trúar. Nefni ég í því sambandi orð Þjóstarssona og athafnir og vísa til þess sem fyrr sagði um hofsbrennuna og misþyrmingu goðamyndanna. Þá er að líta á sjálfa frásögnina af tortímingu Freyfaxa og meta hana í trúarsögulegu ljósi. Þorgeir óvirti Freyfaxa og lagði illt til hans áður en til aftökunnar kom. I þessu framferði birtist gerbreytt viðhorf frá því sem ríkti í norrænni trú. Þar var sérstök virðing borin fyrir helgum fórnarhestum. Kemur það glöggt fram í viðmóti Hrafnkels við Freyfaxa og viðmóti þeirra sem töluðu til indverska fórnarhestsins áður en hann var felldur. Fatið sem dregið var á höfuð Freyfaxa hlaut við þær aðstæður sem lýst er að þjóna þeim megintilgangi að hindra að hann beindi illu auga að umhverfinu. Undirstríkar sú staðreynd enn frekar fjandsamlegt viðhorf þeirra bræðra, Þorgeirs og Þorkels, til hestsins sem þeir líta á sem bölvald og meinvætt. Þjóstarssynir tóku hávar stengur og hrintu hestinum fram af klettinum. Gróft ofbeldið sem þarna er lýst stingur einnig mjög í stúf við það sem þekkt er um aftöku fórnarhesta í norrænum sið. Þá kemur nákvæmni í lýsingu höfundar nokkuð á óvart. Engu líkara en að hann hafi verið vitni að hliðstæðri aftöku eða heyrt henni lýst í smáatriðum. Þegar hestum var fargað með því að hrinda þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.