Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 29
27
Mannlýsingar í konungasögum
athyglisvert að bera lýsingu Snorra á Ólafi saman við lýsinguna á hálfbróður hans,
Haraldi Sigurðarsyni, sem hafði auknefnið harðráði.
I lok Haralds sögu, eftir epilogus Snorra eftir Harald, ber Snorri þá hálfbræður
saman. Þegar menn draga fram hve ólíkir þeir séu segir Halldór Brynjólfsson, sem
hefur þjónað báðum og kynnst þeim vel, að hann hafi aldrei hitt jafn líka menn:
Þeir váru báðir inir vitrustu ok inir vápndjörfustu, menn ágjamir til fjár og ríkis,
ríklyndir, ekki alþýðligir, stjórnsamir og refsingasamir. Óláfr konungr braut landzfólk
til kristni ok réttra siða, en refsaði grimmliga þeim, er daufheyrðusk við; þolðu
landzhöfðingjar honum eigi réttdœmi ok jafndœmi ok reistu her í móti honum ok
felldu hann á eigu sinni sjálfs; varð hann fyrir þat heilagr; en Haraldr herjaði tii frægðar
sér ok ríkis ok braut allt fólk undir sik, þat er hann mátti; fell bann ok á annarra
konunga eigu. Báðir þeir brœðr váru rnenn hversdagliga siðlátir ok veglátir; þeir váru
víðförlir ok eljanarmenn miklir, ok urðu af slíku víðfrægir ok ágætir. (HH, kafli 100).
Við fyrstu sýn virðist lýsing Halldórs leggja áherslu á muninn á bræðrunum
tveimur. Fyrir Halldór og líklega fyrir Snorra sjálfan, er hins vegar sú staðreynd
að báðir voru miklir höfðingjar og hermenn ogsterkir, harðir og drottnunargjarnir
menn mikilvægari en markmiðin, sem þeir nýttu þessa eiginleika til að ná.
Að tilvitnunin í Halldór sé ekki bara hugsuð sem forvitnilegt dæmi um
ákveðinn skilning á bræðrunum tveimur, heldur að Snorri hallist líka að þessum
skilningi, sést á tveimur hliðstæðum bernskusögum — bernska konunga er annars
lítið rædd í Heimskringlu. Ólafur elst upp hjástjúpföður sínum, Sigurði sýr (grís).
Einu sinni biður Sigurður Ólaf um að söðla hest handa sér, því að engir þjónar
voru til taks. En Ólafur söðlar geit nokkra og Sigurður áttar sig strax á hlutunum:
Ólafur er ekki til þjónustu fallinn, og hann er miklu metnaðarfyllri og stoltari en
Sigurður sjálfur (OH, kafli 2). Þegar Ólafur á fullorðinsaldri kemur í heimsókn
til Sigurðar, hittir hann þrjá litla hálfbræður sína sem leika sér við vatn. Hann
spyr hvers þeir óski sér þegar þeir verði fullorðnir. Tveir hinir eldri eru nákvæmlega
eins og faðirinn: annar vill eiga sem flesta akra og hinn kýr. En Haraldur, sem er
aðeins þriggja ára að aldri, óskar sér húskarla — svo margra að þeir geti etið kýr
bróður hans að einu máli. „Konungr hló at ok mælti tilÁstu: „Hér muntu konung
upp fæða, móðir““ (OH, kafli 76). Báðar frásagnirnar draga fram, á sama hátt og
samanburður Halldórs Brynjólfssonar, stolt og ráðríki sem sameiginlegt einkenni
Ólafs og Haralds.
Þau ummæli að Haraldur hefði látist við árás á framandi land, en Ólafur í
baráttu um sitt eigið geta — ásamt miklum hluta samanburðarins almennt — stafað
frá kirkjulegri heimild, sem vill draga fram andstæðuna milli hins helga konungs
Ólafs og hins einráða Haralds. En þessu mætti einnig snúa á hinn veginn og benda
á að ólíkur dauðdagi þeirra sé til marks um velgengni Haralds og misheppnaðan
valdaferil Ólafs. Haraldur hélt fullum völdum í Noregi þegar hann féll frá, en
Ólafur lést þegar hann reyndi að ná aftur sínu eigin landi. Snorri verður augljós-
lega að fara gætilega, því að Ólafur er eilífur konungur landsins og liggur í skríni
í Niðaróssdómkirkju, og hann leggur því vafalaust áherslu á muninn á milli