Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 282
280 Umsagnir um b&kur
um Sturlunga sögu, en engin um þær sögur sem þar var steypt saman; ekki einu
sinni um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar sem þó er varðveitt sjálfstæð og lesa má
í útgáfu Guðrúnar P. Helgadóttur (1987). Flestar þessara sagna má að vísu finna
á sínum stað í stafrófinu en þar er aðeins tilvísun í greinina um Sturlungu; raunar
er tveimur þeirra sleppt, Guðmundar sögu dýra og Sturlu sögu. Aðeins er fjallað
um fáar þýddar helgisögur í sérstókum greinum og (þýddum) fræðitextum frá
miðöldum er velflestum sleppt. Fyrir bragðið verður myndin af íslenskum (eða
Old-Norse) bókmenntavettvangi á miðöldum nokkuð einlit; og ef frá er talin sú
upplyfting sem ævintýrabókmenntir fá í ritinu er myndin einnig heldur venju-
bundin.
Sem fyrr sagði eru höfundar ríflega 240 og flestir þeirra semja 1-3 greinar í
bókinni; flesta titla á líklega Kirsten Wolf aðstoðarritstjóri (14). Þessi mikli fjöldi
höfunda hefur augljósa kosti: líklegt er að hver þeirra fjalli aðeins um efni sem
hann nauðaþekkir, ólík sjónarmið og aðferðir eiga fulltrúa í ritinu, umræðan
blómstrar. En ókostirnir eru líka margir. Þannig er t.d. hætta á því að hver
höfundur syngi með sínu natúralíska nefi þrátt fyrir þær línur um áherslu, form
og framsetningu sem ritstjórinn hefur greinilega lagt; greinar séu litaðar af
fræðilegri sérvisku einstaklinga fremur en viðleitni til að draga meginlínur,
nátengd viðfangsefni fái misjafna meðferð. Hér má taka dæmi af Islendinga
sögum; þegar greinarnar fjörutíu um þær eru lesnar í beit verður áberandi hversu
misjafnar þær eru að inntaki, sjónarhorni, stíl, þekkingu og áhugasviði þeirra 23
höfunda sem þar koma að verki. Þannig víkja sumir nokkuð ítarlega að handritum
og varðveislu (t.d. Egils saga, Gunnars saga Keldugnúpsfífls), aðrir láta duga að
nefna nokkur handritanúmer eða sleppa handritum alveg (t.d. Grettis saga,
Gunnars saga Þiðrandabana); sumir höfundar fjalla um rannsóknarsögu og
kenningaleik fræðimanna (t.d. Bárðar saga og Hænsna-Þóris saga) eða draga fram
í ljósu máli og skýru margvíslegar túlkunarleiðir (Njála), aðrir endursegja bara
atburðarás og nokkrir fleyta sínum eigin kenningum. Það er t.d. nokkuð áberandi
í grein um þá sögu sem meira hefur verið teygð og túlkuð en aðrar Islendinga
sögur, Hrafnkötlu eða Hrafnkelu einsog kunnáttumenn og vinir sögunnar á
Austurlandi kalla hana; Henry Kratz lætur að mestu duga að skjóta skoðanir þeirra
Sigurðar Nordals og Hermanns Pálssonar í kaf með þeim orðum að ,,[n]either of
these positions can be maintained, as Óskar Halldórsson and Kratz have argued"
og viðrar í framhaldinu þá einkaskoðun sína að sagan kunni að vera byggð á
glötuðu frásagnarkvæði undir edduhætti. Hann víkur ekkert að gerðum sögunnar
sem hljóta þó að teljast heldur mikilvæg undirstaða hvers konar túlkunar; ekki
hvað síst ef sú leið er farin að telja söguna að mestu byggða á fornum arfsögnum.
Sem fyrr sagði fylgir ritaskrá hverri grein. Þar verður hlutur okkar Islendinga
heldur rýr; örsjaldan er vitnað til greina eða bóka á íslensku sem að líkindum
markast af viðmælanda ritstjórnar sem ekki er læs á nútíma íslensku, en gefur
óneitanlega heldur skakka mynd af fræðilegri umræðu. Þá er einnig áberandi að
einungis eru nefndar þær útgáfur sem prentaðar eru á samræmdri stafsetningu
fornri eða afbrigðí hennar (sbr. t.d. útgáfur Guðna Jónssonar og Sturlungu í