Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 12
10
Jacques le Gojf
að sjálfum sér“, eða hinn kristna sókratisma, eins og hann hefur verið kallaður.
Það er í riti benediktsmunksins Vilhjálms frá Saint-Thierry (1085-1148) um Eðli
líkama ogsálar (De natura corporis etanimae) sem fmna má upplýsingar um hina
tvöföldu uppsprettu þessarar stefnu á 12. öld: „Svar Appólos í Delfí var frægt hjá
Grikkjum: „Maður, þekktu sjálfan þig.“ Og Salómon, eða réttara sagt Kristur,
sagði það sama í Ljóðaljóðutmm (1,7): „Farðu út ef þú þekkir ekki sjálfan þig.“ (Si
te ignoras . . . egredere).“ En þessi kristni sókratismi hafði margvísleg áhrif jafnt á
Abelard sem heilagan Bernharð. Þessi leit að sjálfinu birtist einnig í stóraukinni
áherslu á leynilega og munnlega játningu syndanna, þar sem skriftafaðirinn reynir
að grafast fyrir um ásetning syndarans í stað þess að refsa honum einvörðungu
fyrir verknaðinn. Sjálfsævisagan, sem varð til vegna áhrifa frá Játningum
Agústínusar kirkjuföður, kemur fram á sjónarsviðið með verki munksins frá
Ratisbonne, Otloh frá Saint-Emmeran (d. um 1070) en heldur áfram hjá Bene-
diktsmunkinum, Guibert frá Nogent (d. um 1123) í norðurhluta Frakklands.
Otloh leitar að „innri manni“ sínum en Guibert hittir fyrir „dul hins innra“.9
Þetta „sjálf* leitar eftir samneyti við önnur „sjálfk A 12. öld er mikið gert úr
gildi vináttunnar. Enski hvítmunkurinn Aelred frá Rievaulx uppgötvar rit Cícerós
um vináttuna (De Amicitia) fyrir samtímamenn sína og kórónar ævistarf sitt með
riti um Andlega vináttu, sem hann semur milli 1150 og 1165. Þar heldur hann
því fram að „Guð sé vinátta“ og á öðrum stað að vináttan sé hin sanna ást. Helg
ást og jarðleg, með allri þeirri tvíræðni sem felst í þeirri bók Biblíunnar sem mest
var lagt út af á 13. öld, Ljóðaljóðunum. Heilagur Bernharður og Vilhjálmur frá
Saint-Thierry eru óþreytandi talsmenn guðlegrar ástar. Vilhjálmur heldur því
fram að „efsá sem þú leitar er í ástinni, þáer hann í þér og þávill hann ekki aðeins
sjá Guð, heldur einnig snerta hann og jafnvel fara allur inn í hann, inn að hjarta
hans.“'° Heilagur Bernharður grætur bróður sinn af sama tilfinningahita og
Loðvíkhelgi grætur móðursína, son, bróður og systur. Milli Joinville11 ogLoðvíks
helga ríkti sami styrkur vináttu og ástar einstaklinga sem birtist síðar, í innilegri
vináttu Montaigne og La Boétie og frægum orðum hins fyrrnefnda á 16. öld: „Af
því það var hann og af því það var ég“. Einnig finnum við hjá Joinville þennan
sterka áhuga á hinum „innri manni“.
Miðaldafræðingurinn Aaron J. Gurjewitsch er einnig þeirrar skoðunar að
hugmyndin um einstaklinginn komi fram á 13. öld. Hann áréttar hve einstak-
lingurinn á miðöldum renni saman við þá hópa sem hann tilheyri hverju sinni,
og að þegar sagt hafi verið individuum est inejfabile (það er ekki hægt að koma
9 G. Misch, Geschichte der Autobiographie, 2. útg. (4 bækur í 8 bindum), Frankfurt, 1949-1919.
K.J. Weintraub, The Value ofthe Individual. Selfand Circumstance in Autobiography, Chicago,
1978, 1982. Sverre Bagge, „The Autobiography of Abelard and Medieval Individualism",
Journal ofMedieval History, 19, 1993, bls. 327-350. Sverre Bagge hefur hafið rannsóknarverk-
efni sem hann nefnir „Einstaklingurinn í evrópskri menningu".
10 Claudio Leonardi, Inngangur að útgáfu og ítalskri þýðingu að La lettera d'Oro (Gullna bréfið)
eftir Vilhjálm frá Saint-Thierry, Florence, 1983, bls. 25.
11 Joinville var aðalsmaður sem þjónaði lengi Loðvíki IX og ritaði á efri árum minningar sínar um
konunginn [aths. þýð.J.