Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 44

Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 44
42 Rory McTurk sé ekki saga um skáld. Bjarni heldur því fram í sambandi við Kormáks sögu sérstaklega, að þessi óvissa eða hverflyndi sem einkennir hetjuna í sögunni eigi rætur sínar að rekja til sagnarinnar um Tristram og ísönd, sem að hans áliti mun hafa verið þekkt á íslandi jafnvel áður en Tristrams saga og ísöndar var þýdd á norsku af bróður Róbert við hirð Hákonar konungs Hákonarsonar á þriðja áratug þrettándu aldar. Hér bendir Bjarni sérstaklega á töfradrykkinn sem bæði Tristram og Isönd bergja á fyrir mistök, en hann gerir það að verkum að þau verða óafturkallanlega ástfangin.8 9 Rétt væri að rannsaka þessa sögn dálítið nánar. Ef ég einbeiti mér aðallega að þeirri gerð sagnarinnar sem varðveist hefur í Tristrams sögu ok ísöndar er ekki svo að skilja að ég haldi að þessi gerð sé sú eina sem kunni að hafa verið þekkt á íslandi á þrettándu öld.4 Tristram er systursonur Markiss konungs sem ræður yfir Englandi í Kornbretalandi. Hann drepur sendimann írakonungs sem heimtað hafði skatt af Englendingum, en hlýtur sjálfur sár sem enginn á Englandi getur grætt. Hann ferðast víða og hafnar að lokum á írlandi þar sem hann kynnist fsönd, dóttur Irakonungs, og fær sárið grætt af móður hennar sem veit ekki fremur en Isönd að það er hann sem drepið hefur sendimann konungs. Tristram fer aftur til Kornbretalands og segir Markis konungi frá ísönd. Nú sendir Markis Tristram aftur til Irlands til að biðja hennar sér til handa. Þó að ábyrgð Tristrams á drápi sendimannsins komi í ljós er honum fyrirgefið af írakonungi, ekki síst vegna þess að hann hefur drepið hættulegan dreka í þessari heimsókn til írlands. írakonungur verður við bónorði Tristrams og íradrottning býr til ástardrykk sem hún biður þjónustumey Isöndar að færa þeim Markis og ísönd þegar þau liggi saman í fyrsta sinn sem maður og kona. En á leiðinni heim til Kornbretalands vill svo illa til að Tristram og ísönd er færður drykkurinn af þjónustusveini sem veit ekki hvað hann er að gera. Þó að Markis og ísönd giftist eins og áætlað var, eru nú Tristram og ísönd óbætanlega ástfangin hvort af öðru. Þau reyna héðan af að hittast og elskast eins oft og hægt er, án þess að Markis verði var við það. Með ýmsum brögðum tekst þeim að blekkja hann; í eitt skipti finnur höfuðveiðimaður konungs þau saman, en hvort sínum megin í herbergi með sverð á milli sín. Þegar Markis loksins finnur þau saman sofandi, vaknar Tristram og flýr áður en Markis getur safnað saman sjónarvottum sem myndu gera honum kleift að dæma þau til dauða, en fyrst fær ísönd Tristram fmgurgull til minningar um sig. Tristram fer til útlanda og kvænist annarri konu þar sem hann vill reyna að gleyma ísönd, sem hann heldur að hann muni aldrei sjá aftur, en honum tekst það ekki. Tristram og kona hans sem heitir svipuðu nafni og ísönd, ísodd, njótast aldrei. Að auki lætur Tristram gera líkneski af ísönd og heimsækir það oft. Hann fer líka til Englands og finnur ísönd; fmgurgull færast á milli þeirra og þau sofa saman. Enn neyðist Tristram til að fara aftur til útlanda 8 Sjá: Bjarni Einarsson, Skáldasögur: Um uppruna og eðli ástaskáldasagnanna fornu, Reykjavík, 1961, bls. 82-83. 9 Sbr.: Bjarni Einarsson, Skáldasögur, bls. 40-51, 280-99; sami, To skjaldesagaer: en analyse af Kormáks saga og HallfreSar saga, Björgvin, 1976, bls. 29-34; og ritdómur Paul Bibires um To skjaldesagaer í Saga-Book20:3 (1980), bls. 238—40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.