Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 44
42
Rory McTurk
sé ekki saga um skáld. Bjarni heldur því fram í sambandi við Kormáks sögu
sérstaklega, að þessi óvissa eða hverflyndi sem einkennir hetjuna í sögunni eigi
rætur sínar að rekja til sagnarinnar um Tristram og ísönd, sem að hans áliti mun
hafa verið þekkt á íslandi jafnvel áður en Tristrams saga og ísöndar var þýdd á
norsku af bróður Róbert við hirð Hákonar konungs Hákonarsonar á þriðja áratug
þrettándu aldar. Hér bendir Bjarni sérstaklega á töfradrykkinn sem bæði Tristram
og Isönd bergja á fyrir mistök, en hann gerir það að verkum að þau verða
óafturkallanlega ástfangin.8 9 Rétt væri að rannsaka þessa sögn dálítið nánar. Ef ég
einbeiti mér aðallega að þeirri gerð sagnarinnar sem varðveist hefur í Tristrams
sögu ok ísöndar er ekki svo að skilja að ég haldi að þessi gerð sé sú eina sem kunni
að hafa verið þekkt á íslandi á þrettándu öld.4 Tristram er systursonur Markiss
konungs sem ræður yfir Englandi í Kornbretalandi. Hann drepur sendimann
írakonungs sem heimtað hafði skatt af Englendingum, en hlýtur sjálfur sár sem
enginn á Englandi getur grætt. Hann ferðast víða og hafnar að lokum á írlandi
þar sem hann kynnist fsönd, dóttur Irakonungs, og fær sárið grætt af móður
hennar sem veit ekki fremur en Isönd að það er hann sem drepið hefur sendimann
konungs. Tristram fer aftur til Kornbretalands og segir Markis konungi frá ísönd.
Nú sendir Markis Tristram aftur til Irlands til að biðja hennar sér til handa. Þó
að ábyrgð Tristrams á drápi sendimannsins komi í ljós er honum fyrirgefið af
írakonungi, ekki síst vegna þess að hann hefur drepið hættulegan dreka í þessari
heimsókn til írlands. írakonungur verður við bónorði Tristrams og íradrottning
býr til ástardrykk sem hún biður þjónustumey Isöndar að færa þeim Markis og
ísönd þegar þau liggi saman í fyrsta sinn sem maður og kona. En á leiðinni heim
til Kornbretalands vill svo illa til að Tristram og ísönd er færður drykkurinn af
þjónustusveini sem veit ekki hvað hann er að gera. Þó að Markis og ísönd giftist
eins og áætlað var, eru nú Tristram og ísönd óbætanlega ástfangin hvort af öðru.
Þau reyna héðan af að hittast og elskast eins oft og hægt er, án þess að Markis
verði var við það. Með ýmsum brögðum tekst þeim að blekkja hann; í eitt skipti
finnur höfuðveiðimaður konungs þau saman, en hvort sínum megin í herbergi
með sverð á milli sín. Þegar Markis loksins finnur þau saman sofandi, vaknar
Tristram og flýr áður en Markis getur safnað saman sjónarvottum sem myndu
gera honum kleift að dæma þau til dauða, en fyrst fær ísönd Tristram fmgurgull
til minningar um sig. Tristram fer til útlanda og kvænist annarri konu þar sem
hann vill reyna að gleyma ísönd, sem hann heldur að hann muni aldrei sjá aftur,
en honum tekst það ekki. Tristram og kona hans sem heitir svipuðu nafni og
ísönd, ísodd, njótast aldrei. Að auki lætur Tristram gera líkneski af ísönd og
heimsækir það oft. Hann fer líka til Englands og finnur ísönd; fmgurgull færast
á milli þeirra og þau sofa saman. Enn neyðist Tristram til að fara aftur til útlanda
8 Sjá: Bjarni Einarsson, Skáldasögur: Um uppruna og eðli ástaskáldasagnanna fornu, Reykjavík,
1961, bls. 82-83.
9 Sbr.: Bjarni Einarsson, Skáldasögur, bls. 40-51, 280-99; sami, To skjaldesagaer: en analyse af
Kormáks saga og HallfreSar saga, Björgvin, 1976, bls. 29-34; og ritdómur Paul Bibires um To
skjaldesagaer í Saga-Book20:3 (1980), bls. 238—40.