Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 84
82
Bergljót S. Kristjánsdóttir
táknmáli sem þróaðist í samspili klerklegs máls og lagamáls. Ríkinu var þá lýst
sem líkama, sbr. corpus Christií klerkamáli, en þjóðhöfðinginn var höfuðið. A 12.
öld var þetta táknmál orðið harla mótað og birtist víða í evrópskum lagaskýring-
um. Hér á eftir fer ein sem á við orðið „Princeps“ — og er frá 12. öld eða byrjun
13. aldar (Fitting 1876:6; Kantorowicz 1981:208) - en það merkir ‘fremstur
höfðingi’, hvort sem um er að ræða konung, prins, keisara eða goðorðsmann í
Odda:13
Princeps: quasi primum caput. iudices enim capita sunt aliorum hominum, quia ab
eis reguntur ut membra a suis capitibus; set princeps est caput aliorum iudicum et ab
eo reguntur. (JS 1876:148)
[Höfðingi: svo sem æðsta höfuð; því að dómarar eru höfuð annarra manna og stjórna
þeim eins og höfuðið stjórnar limunum; en höfðinginn er höfuð annarra dómara og
hann stjórnar þeim.]
I hausatafli Eglu takast á konungurinn sem æðsta höfuðið, „primum caput“ og
héraðshöfðinginn sem ber höfuð sitt ofar öðrum ókonungbornum mönnum. Og
þeir takast á um hvað konungurinn geti leyft sér í samskiptum við aðra menn.
Enn og aftur verður að staldra við 12. öld.
Árið 1159 lauk John frá Salisbury verkinu Policraticus sem allajafna er talið
tímamótaverk í hugmyndum miðalda um þjóðhöfðingjann (um verkið, sjá
Kantorowicz 1981:94 o.áfr.). Þar vísaði hann til Plútarks, sagði m.a. að ríkisheild-
in væri líkami, og höfuð hennar konungurinn, og setti fram kenningu sína um
konunginn sem imago aequitatis, ímynd réttlætisins (PL 199:515). Enda þótt
táknmálið væri þekkt var úrvinnsla þess nýmæli, sem byggði m.a. á þekkingu á
Rómarrétti (sjá t.d. Kerner 1984b:365-79). John gerði ráð fyrir að höfðinginn
ætti aðfara meðalvalden um leiðað vera albundinn aflögunum. Hann skyldi ekki
aðeins vera ímynd réttlætisins, heldur einnig þræll þess, og væri hann höfðingi en
ekki harðstjóri, hlaut réttvísin að stjórna gegnum hann. Harðstjórinn, sá sem
kúgaði þegna sína með sverði og hafði lögin að engu, var hins vegar að hyggju
Johns réttlaus ogátti skilið að fallafyrirsverði (PL 199:512; 513-538 og 777-807
t.d).14
Þessar hugmyndir eða aðrar afþeim sprottnar hefur sá sem reit Eglu þekkt. Það
má ekki aðeins ráða af því hvernig höfuðið er nýtt í táknmáli sögunnar heldur af
þeirri heildarmynd sem fæst ef táknmálið er skoðað með hliðsjón af ýmsum
öðrum atriðum, niðurskipan efniseininga, orðavali o.fl. Hérskal t.d. nefnt hvernig
sagan segir frá því að Eiríkur konungur hrökklast frá völdum. Hún gerir það í
13 Sverrir Tómasson (1992:281) hefúr bent á að Jón Loftsson í Odda er nefndur „princeps patriae“
í latneskum brotum af Þorláks sögu.
14 Torfi Tulinius (1994:130-33) hefur leitt að því rök að textatengsl séu með Eglu og Gamla
testamentinu og m.a. tekið sem dæmi Egil og Davíð, Eirík konung og Sál. Því skal tekið fram
að líkt og margir miðaldahöfúndar sótti John af Salisbury óspart til Biblíunnar og leit þá svo á
að Sál væri argastur harðstjóra (um þetta efni sjá Saltman 1984:343-59).