Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 92
90
Bergljót S. Kristjánsdóttir
við augu og eyru sem skynfæri. Þar með er málið, sem greinir menn frá dýrum,
sett á oddinn þó að það sé hvergi nefnt beinum orðum; tjáningartækið sem er
grundvöllur mannlegra samskipta en jafnframt vopn og verja mannsins, skáldsins
og pólitíska dýrsins. Og tilvísunin til málsins sem felst í lýsingunni á talfærunum,
ásamt lýsingunni á skynfærunum, er einmitt það sem leiðir hugann öðru fyrr að
Aristótelesi og verkum sem spruttu af kynnum við hann á 13. öld. Sjálfur fjallar
hann rækilega um allt þetta og úr því unnu menn eins og Albert mikli og Tómas
frá Akvínó.23 Og sá sem eitthvað þekkir til vangaveltna 12. og 13. aldar manna í
Evrópu um einkenni mannsins sem dýrs, vangaveltna er spruttu af kynnum við
ýmis verk Aristótelesar, hlýtur að minnsta kosti að reyna að leggja niður fyrir sér
hvort sá sem reit Eglu hafi komist í tæri við þær.
Dýrafræðirit Aristótelesar voru komin í þýðingu til Englands á fyrri hluta 13.
aldar.24 Islenskir menn gætu hafa haft veður af þeim, þar eð viðskipti Norðmanna
og Englendinga voru afar mikil á öldinni (Helle 1968:101-114) — og margir
ritfærir íslendingar komu til Noregs og dvöldust þar um hríð. A Englandi gætu
þeir einnig hafa kynnst stjórnmálahugmyndum hans, að minnsta kosti úr verkum
annarra. Svo merkilega vill að minnsta kosti til að af einu 12. aldar verki,
títtnefndum Policraticusi, hefur verið dregin sú ályktun að höfundur þess hafi
ekki aðeins nýtt sér efni úr Organon Aristótelesar og þeim verkum hans sem
Boethius fékkst við á sinni tíð, heldur og að hann kunni að hafa þekkt og stuðst
við einhvers konar ágrip af Stjórnspekinni (Wilks 1984:280).
En hvað sem Aristótelesi líður er höfundur Arinbjarnarkviðu ótvírætt lærður
maður og lærdómur hans ber merki 12. og 13. aldar. Sé litið á niðurskipan
kvæðisins í sögunni, mælir flest með að það gegni þrennu hlutverki: Að sýna hvers
virði vinátta Arinbjarnar hefur verið Agli, baða Egil í ljómanum frá hans trausta
vin (sjá Baldur Hafstað 1995:31-2) og loks að hnykkja á táknmálinu um úlfa og
höfuð, sem áður hefur birst í átökum konunga og Kveld-Ulfsniðja á erlendri
grund — en hætta er á að gleymist þegar sögusviðið eru íslenskir heimahagar. Þetta
bendir til að kvæðið sé samið um leið og sagan eða seinna en hún. Hér skal því
og haldið fram að sú sé raunin enda sennilegt að íslenskir sagnaritarar á 13. öid
hafi skáldað atburði og persónur, heimildir og heimildamenn oftar en talið hefur
23 Aristóteles íjallar t.d. um þessi efni í Sögu dýranna (Historia animalium) og Um líkamshluta
dýranna (Departibus animaliuni) (Aristotle 1965 491a31-493a 10; sami 1970:532b 30-536b
23 t.d.; sami 1968:655b 29-66la 30 t.d.). Um Albert mikla og Tómas frá Akvínó sjá t.d.:
Ullmann 1966:114—15 og 122-28; Oelmiiller, Dölle-Oelmuller 1985:110-14). Á sjálfri
skynjuninni hafði Aristóteles hins vegar slíkan áhuga að nær þriðjungur verksins Um sálina (De
anima) snýst um hana (Sigurjón Björnsson 1985:56).
24 Ýmis rit Aristótelesar, þar á meðal rit hans um dýrin, voru um aldir ekki til á latínu og féllu því
í gleymsku. Á 11., 12. og 13. öld komust menn hins vegar aftur í tæri við þau, ekki síst fyrir
tilstilli araba á Spáni, Ítalíu og Sikiley (sjá t.d. Peck 1968:40; Dod 1982:74-79 t.d.). Michael
Skoti - sem var m.a. í þjónustu Friðriks 2. á Sikiley en vann að þýðingum í skjóli biskupa í
Toledo - þýddi bæði Sögu dýranna og Um líkamshluta dýranna á latínu, ef til vill á fyrsta áratug
13. aldar. Heimildir eru um að hann hafi komið til Oxford með þýðingar sínar árið 1230 (Peck
1968:42). Einn fyrsti maðurinn sem vitað er til að noti þær er Robert Grosseteste sem kenndi
um hríð í Oxford, en var síðar biskup í Lincoln (Peck 1968:41; Southern 1986:4).