Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 92

Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 92
90 Bergljót S. Kristjánsdóttir við augu og eyru sem skynfæri. Þar með er málið, sem greinir menn frá dýrum, sett á oddinn þó að það sé hvergi nefnt beinum orðum; tjáningartækið sem er grundvöllur mannlegra samskipta en jafnframt vopn og verja mannsins, skáldsins og pólitíska dýrsins. Og tilvísunin til málsins sem felst í lýsingunni á talfærunum, ásamt lýsingunni á skynfærunum, er einmitt það sem leiðir hugann öðru fyrr að Aristótelesi og verkum sem spruttu af kynnum við hann á 13. öld. Sjálfur fjallar hann rækilega um allt þetta og úr því unnu menn eins og Albert mikli og Tómas frá Akvínó.23 Og sá sem eitthvað þekkir til vangaveltna 12. og 13. aldar manna í Evrópu um einkenni mannsins sem dýrs, vangaveltna er spruttu af kynnum við ýmis verk Aristótelesar, hlýtur að minnsta kosti að reyna að leggja niður fyrir sér hvort sá sem reit Eglu hafi komist í tæri við þær. Dýrafræðirit Aristótelesar voru komin í þýðingu til Englands á fyrri hluta 13. aldar.24 Islenskir menn gætu hafa haft veður af þeim, þar eð viðskipti Norðmanna og Englendinga voru afar mikil á öldinni (Helle 1968:101-114) — og margir ritfærir íslendingar komu til Noregs og dvöldust þar um hríð. A Englandi gætu þeir einnig hafa kynnst stjórnmálahugmyndum hans, að minnsta kosti úr verkum annarra. Svo merkilega vill að minnsta kosti til að af einu 12. aldar verki, títtnefndum Policraticusi, hefur verið dregin sú ályktun að höfundur þess hafi ekki aðeins nýtt sér efni úr Organon Aristótelesar og þeim verkum hans sem Boethius fékkst við á sinni tíð, heldur og að hann kunni að hafa þekkt og stuðst við einhvers konar ágrip af Stjórnspekinni (Wilks 1984:280). En hvað sem Aristótelesi líður er höfundur Arinbjarnarkviðu ótvírætt lærður maður og lærdómur hans ber merki 12. og 13. aldar. Sé litið á niðurskipan kvæðisins í sögunni, mælir flest með að það gegni þrennu hlutverki: Að sýna hvers virði vinátta Arinbjarnar hefur verið Agli, baða Egil í ljómanum frá hans trausta vin (sjá Baldur Hafstað 1995:31-2) og loks að hnykkja á táknmálinu um úlfa og höfuð, sem áður hefur birst í átökum konunga og Kveld-Ulfsniðja á erlendri grund — en hætta er á að gleymist þegar sögusviðið eru íslenskir heimahagar. Þetta bendir til að kvæðið sé samið um leið og sagan eða seinna en hún. Hér skal því og haldið fram að sú sé raunin enda sennilegt að íslenskir sagnaritarar á 13. öid hafi skáldað atburði og persónur, heimildir og heimildamenn oftar en talið hefur 23 Aristóteles íjallar t.d. um þessi efni í Sögu dýranna (Historia animalium) og Um líkamshluta dýranna (Departibus animaliuni) (Aristotle 1965 491a31-493a 10; sami 1970:532b 30-536b 23 t.d.; sami 1968:655b 29-66la 30 t.d.). Um Albert mikla og Tómas frá Akvínó sjá t.d.: Ullmann 1966:114—15 og 122-28; Oelmiiller, Dölle-Oelmuller 1985:110-14). Á sjálfri skynjuninni hafði Aristóteles hins vegar slíkan áhuga að nær þriðjungur verksins Um sálina (De anima) snýst um hana (Sigurjón Björnsson 1985:56). 24 Ýmis rit Aristótelesar, þar á meðal rit hans um dýrin, voru um aldir ekki til á latínu og féllu því í gleymsku. Á 11., 12. og 13. öld komust menn hins vegar aftur í tæri við þau, ekki síst fyrir tilstilli araba á Spáni, Ítalíu og Sikiley (sjá t.d. Peck 1968:40; Dod 1982:74-79 t.d.). Michael Skoti - sem var m.a. í þjónustu Friðriks 2. á Sikiley en vann að þýðingum í skjóli biskupa í Toledo - þýddi bæði Sögu dýranna og Um líkamshluta dýranna á latínu, ef til vill á fyrsta áratug 13. aldar. Heimildir eru um að hann hafi komið til Oxford með þýðingar sínar árið 1230 (Peck 1968:42). Einn fyrsti maðurinn sem vitað er til að noti þær er Robert Grosseteste sem kenndi um hríð í Oxford, en var síðar biskup í Lincoln (Peck 1968:41; Southern 1986:4).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.