Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 17
Loðvík helgi sem einstaklingur ogfyrirmynd
15
dauðanum - styrkir á skýrastan hátt einstaklingshugmyndina. Samkvæmt þessari
nýju skipan handanheimsins, með tilkomu hreinsunareldsins, sem kirkjan gerði
ekki ráð fyrir að væri til fyrr en á þessum tímum, verður Guð að ákveða afdrif
sálarinnar strax við andlátið. Hreinsunareldurinn verður aðeins til fram að hinum
hinsta degi, samkvæmt þessum hugmyndum, og því verður Guð að taka afstöðu
til þess um leið og manneskjan skilur við, hvort hann sendir hana til eilífðarvistar
í himnaríki eða helvíti eða þá til tímabundinnar vistar í hreinsunareldinum. Hann
getur ekki lengur beðið eftir dómsdeginum til að ákveða þetta, því þá verður
hreinsunareldurinn ekki lengur til. Augnablikið sem skiptir mestu máli hvað
varðar eilífa fordæmingu eða sælu sálarinnar er þegar einstaklingurinn skilur við.19
Eg er þó ekki fyllilega sammála Aaron J. Gurjewitsch þegar hann segir að trúin á
hreinsunareldinn skilji einstaklinginn frá hvers konarsamfélagi.20 Dvölin í hreins-
unareldinum styttist ef nógu margir eftirlifendur, nánir hinum látna, biðja fyrir
sál hans, efna til messuhalds, gefa ölmusur. Þannig skapast ný tengsl milli lifenda
og liðinna, og einnig eykst mikilvægi annarra forma fjölskyldna en hinnar
líffræðilegu: trúarreglur, gildi, o.s.frv. eru eins konar andlegar fjölskyldur, en
þessum samfélagsformum vex fiskur um hrygg á dögum Loðvíks. Það verður til
þess að nýtt jafnvægi skapast milli einstaklingsins og þeirra hópa sem hann
tilheyrir og í þess konar jafnvægi lifði Loðvík sínu lífi.
Orðið sem best nær að tjá þessa vakningu á sjálfinu og ég-inu er vafalaust orðið
samviska.2I Athugun á samvisku sinni, samviskuspurningar, eru ákaflega sterk
fyrirbæri í hegðun og lífi 13. aldar manna. Tekið hefur verið eftir því að
Lrakkakonungar á 13. og 14. öld virðast hafa lagt mikla áherslu á að hlýða
samvisku sinni og vera sáttir við hana þegar þeir tóku stjórnarákvarðanir, t.d. þegar
senda átti rannsóknarmenn af stað, enda skyldi þessi samviska tryggja þeirra eigin
sálarheill og heill þjóðar þeirra. Hér mætast enn á ný einstaklingurinn og
samfélagið. Af öllum þessum konungum var samviska heilags Loðvíks án nokkurs
vafa öflugust.
Þessi áhrif einstaklingsins á fyrirmyndina, á það sem Tómas frá Celano kallaði
„forma“eða. „mót“ í riti sínu um heilagan Frans, þau gátu komið fram í verkum
þeirra sem sömdu helgisögur um konunginn, hvort sem þeir höfðu kynnst honum
sjálfir, eins og t.d. skriftafaðir hans Geoffroy frá Beaulieu, er hafði verið honum
náinn og auk þess trúnaðarmaður hans „innri manns“, eða þeir höfðu fræðst um
hann af vörum heimilisfólks hans, eins og Vilhjálmur frá Saint-Pathus, sem var
skriftafaðir drottningarinnar og hafði fengið að skoða gögn dómstólsins sem kvað
upp úr um heilagleika hans.
Meira að segja í meðförum þessara helgisagnaritara, á heilagur Loðvík það til
að víkja frá fyrirmyndinni. I fyrsta lagi vegna þess að dýrlingar þurfa einnig að
19 Jacques Le GofF, La Naissance du Purgatoire, París, 1981 (Enskþýðing: The Birth of Purgatory.).
20 A. Gurjewitsch, „Conscience individuelle et image de l’au-delá au Moyen Age“, Annales,
Économies, Sociétés, Civilisations, 1982, s.st. í íyrrnefndu riti minu stakk ég upp á því í
neðanmálsgrein á bls. 255 að það mætti notast við þessa hugmynd en í breyttu formi.
21 M.D. Chenu, L ’éveil de la conscience dans La civilisation médiévale, Montréal-París, 1969.