Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 276
274
Umsagnir um bœkur
(intertextuality), og virðist flest af því sem hann tínir til vera sennilegt. Hann
tekur svo til orða að Snorri „machte das geistige Sichbeeinflussen-Lassen einen
wichtigen Teil seiner Arbeitsweise aus“; þ.e. að andleg áhrifagirni hafi verið
mikilvægur þáttur í verklagi hans. En e.t.v. hefði verið nær að segja að Egla sanni
að höfundur hennar hafi kunnað vel að hagnýta sér efnisatriði og orðfæri fjölda
sagna og kvæða, sem hann hafi lesið eða heyrt, - engu að síður sýnt snilld sína í
því að velja úr og hafna. Munu vandfundin dæmi um að hann hafi spillt sögu
sinni sökum of mikillar áhrifagirni.
Ekki er því að neita að svo má virðast sem BH seilist sums staðar of langt til
samanburðar. Fólgið fé Skallagríms og síðan Egils minnir hann á „die Heldensage
und den Nibelungenhort" (bls. 104). Arf 'ur Niflmiga varð að rógmálmi skatna, en
fjársjóður þeirra feðga olli engum tíðindum úr því hann var kominn í jörðu.
Víst er að vísdómsorð Hávamála hafa verið kunn Eglu-höfundi (sbr. 4.1.7), en
þar sem vitnað er í 24. vísu Sonatorreks, 5-8 vo., er þess að gæta að þar er um að
ræða breytingu útgefenda Eglu: af vélöndum. I Ketilsbókum stendur ad velaun-
dum.
Vel má vera að efnisatriði úr goðsögum megi finna í Eglu. Þó virðist of mælt
um vináttu Arinbjarnar og Egils (bls. 100-101): In ihr konkretisiert sich im
menschlichen Bereich der Friede zwischen Asen und Vanen.
Um tengsl Eglu og sagna af Hrafnistumönnum, sem eru glögg í Eglu, varpar
BH fram þeirri hugmynd að um gagnkvæm áhrif kunni að vera að ræða. Má það
vel vera því að sagnir munu hafa gengið af Hrafnistumönnum löngu áður en Egla
var samin, en skrifaðar sögur af þeim kunna að vera yngri en Egla. Á einum stað
verður vart undarlegs misskilnings, þar sem þess er getið að Hrafnistumenn hafi
kunnað „ohne Segel úber das Meer fahren“ (4.2.3.1). Þeir feðgar í Hrafnistu
höfðu að vísu byr, hvert sem þeir vildu sigla.
Yfirleitt má segja að ritverk Baldurs sé eins og náma fróðleiks um tengsl Eglu
út og suður, og margar skarplegar athuganir, þótt sums staðar megi vefengja
niðurstöður. Það lýti er á verkinu að höf. einblínir á Möðruvallabókartexta Eglu,
og verður aldrei að líta á lesbrigðin í útgáfu Finns Jónssonar (1886-8). Þau eru
að vísu ekki nógu rækileg, en þó betra en ekki í sumum tilfellum. Bls. 93 segir
BH að þess sé ekki getið í lausu máli af einvígi Egils og Atla hins skamma, að sá
síðarnefndi hafi deyft eggjar á sverði Egils, „in der folgende Strophe (Str. 42) wird
aber ganz klar, dass Atli úber magische Kráfte verfúgt: „eggjar deyfði“.“
Hér hefði mátt líta niður í lesbrigðasafnið. I báðum hinum gerðunum, K og
W, er Atli sagður fjölkunnugur. Seinna (bls. 173) kemur í ljós að BH vitnar í
eftirfarandi vísu (42. v.) sögunnar samkvæmt leiðréttum texta Sigurðar Nordals:
„sauði, nauðurn". En Jón Helgason hefur sýnt fram á að vísuorðið stenst óbreytt:
ek bar sauð með nauðum (Acta Philologica Scandinavica 23, bls. 94-96).
Baldur fullyrðir að síðari helmingur Eglu: „nicht so kúnstnerlich strukturiert
ist wie die erste Hálfte. Am verdáchtigsten ist, wie unpersönlich und abrupt
Arinbjörns Tod geschildert wird, besonders aber Egils wenig plausible Reaktion
in der 51. Strophe. Man hat das Gefúhl, dass hier von dem Tode eines