Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 49
?
Hetjan sem vingull 47
þessa eiginleika, óvissu eða vafa, sjálfri söguhetjunni, Sigurði, þannig að hann hafi
orðið fyrirmynd hetjunnar sem vinguls.
Ég held að ég þurfi ekki að réttlæta þá skoðun mína, að Laxdœla saga hafi orðið
fyrir áhrifum frá sögninni um Sigurð og Brynhildi og að hlutverk Kjartans
samsvari því hlutverki sem Sigurður leikur í þeirri sögn. Margir hafa leitt
sannfærandi rök að því að svo sé, eins og fram kemur sérstaklega í kaflanum um
arfhetjusagnaíbókT.M. Anderssons, TheIcelandicfamily saga.24 Hvað Gunnlaugs
sögu snertir er einnig hægt að benda á tengsl við sagnirnar um Völsunga. Knut
Liestol hefur sýnt fram á að draumur Þorsteins um álft, tvo erni og val í öðrum
kafla sögunnar byggist á draumi Krímhildar um tvo erni og val sem sagt er frá í
Niflungaljóðum og samsvarar draumi Guðrúnar um hauk í tuttugasta og sjötta
kafla Vólsunga söguP Að því er snertir Kormákssögu má minnast þess að í nítjánda
kafla sögunnar hvíla Kormákur og Steingerður hvort sínum megin bríkar á
sveitabæ. Þessi brík, sem virðist vera nokkurskonar skilþil, minnir að sjálfsögðu
á sverðið milli Tristrams og ísöndar, eins og Bjarni Einarsson leggur áherslu á, en
líka á sverðið milli Sigurðar og Brynhildar eins og de Vries hélt fram í fyrri útgáfu
Altnordiscbe Literaturgesckichte sinnar.26 Að vísu neitar Bjarni ekki að höfundur
Kormáks sögu kunni líka að hafa hugsað til sagnarinnar um Sigurð og Brynhildi í
þessu sambandi. En eitt sem virðist styðja rök de Vries fremur en Bjarna hvað
þetta atriði snertir er að í kaflanum á undan, átjánda kafla sögunnar, er minnst á
að maður að nafni Sigurður hafi verið í félagi með Kormáki og bróður hans,
Þorgilsi, þegar þeir voru í víkingu og að þessi Sigurður hafi verið „þýðeskr maðr
ok vel borinn". Á þennan Sigurð er hvergi minnst annarsstaðar. Nafnið og lýsingin
á þessum manni gætu bent til þess að höfundur Kormáks sögu hafi haft Sigurð
Völsung í huga á þessu stigi sögunnar.27 I Bjarnar sögu Hítdœlakappa eru líkingar
við sagnirnar um Sigurð annarsvegar og Tristram hinsvegar hérumbil jafnar, ef svo
má segja. I þriðja kafla sögunnar biður Björn Þórð að færa Oddnýju hring, sem
minnir að vissu leyti á hringinn Andvaranaut í sögninni um Sigurð og Brynhildi,
en einnig á fingurgullin sem færast á milli Tristrams og Isöndar. Þó er hann
kallaður hringur, en ekki fingurgull, í Bjarnar sögu; þetta minnir ef til vill frekar
á Sigurð og Brynhildi en á Tristram og Isönd. En aftur á móti drepur Björn í
fimmta kafla sögunnar flugdreka, sem minnir fremur á drekadráp Tristrams en á
24 Sjá þriðja kaflann, „The heroic legacy", í T.M. Andersson, The Icelandicfamily saga: an analytic
reading {Hart/ard studies in comparative literature, XXVIII), Cambridge, Mass., 1967, bls.
65-93.
25 Sjá: Knut Liestol, The origin of the Icelandic family sagas (Instituttet for Sammenlignende
Kulturforskning, serie A: forelesninger, X), Osló, 1930, bls. 176-77.
Sjá: Bjarni Einarsson, Skáldasögur, bls. 130-33, með tilvísun til de Vries. - I annarri útgáfu
bókar sinnar virðist de Vries hafa tekið undir niðurstöður Bjarna að mestu leyti. Þar minnist
hann á Tristram og Isönd í sambandi við bríkina í Kormáks sögu, en ekki á Sigurð og Brynhildi.
Sjá: Jan de Vries, Altnordische Literaturgeschichte, 2 bindi (= Grundriss der germanischen Philologie,
XV-XVI), zweite, völlig neubearbeitete Auflage, Berlín, 1964-67, II, bls. 391-95, sérstaklega
bls. 393, nmgr. 143.
27 Að vísu er leshátturinn /y/fo£rvafásamur, eins og fram kemur í neðanmálsgrein í Fornritaútgáf-
unni á viðeigandi stað. Sjá: Vatnsdœla saga og fl. (ÍF, VIII), bls. 266, nmgr. 2.