Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 19

Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 19
Loðvík helgi sem einstaklingur ogfyrirmynd 17 Ákaflega mikilvægt tæki til að mæla vöxt og viðgang einstaklingshugtaksins er saga andlitsmynda. Heilagur Loðvík tilheyrir forsögu þeirra. Roland Recht minnti okkur á fyrir skömmu að raunsæi í listum er einvörðungu eitt myndmál meðal annarra.27 Honum sýnist að besta hugtakið til að skýra þennan áhuga á heiminum og „raunverulegum" fyrirbærum í honum, sé „raun- veruleikareglan", sem hann skilgreinir þannig að „heimur listarinnar tekur mið af raunheiminum". Hann telur réttilega regluna fela í sér að fyrirbæri séu greind sem einstök, og sér þetta að verki í höggmyndalistinni í kringum aldamótin 1300. Myndastyttur við grafir gefa góða mynd af þróun þessarar reglu, því það er frá og með árunum 1320-30 sem má greina í þeim ákveðna „tilhneigingu til að draga fram persónusérkenni", en þá tilhneigingu má meðal annars tengja við rannsóknir 13. aldarinnar á sambandi skapgerðar og útlits. En á dögum heilags Loðvíks eru þessar styttur einvörðungu myndir af ídeal-týpum, eins og sjá má af styttunum, sem var komið fyrir í Saint-Denisklaustri eftir að Loðvík lét endurskipuleggja þar grafhýsi Frakkakonunga 1263-64, að frumkvæði náins ráðgjafa síns, Matthíasar ábóta frá Vendóme.28 Gera þær myndir af Loðvíki sem taldar eru gamlar, jafnvel frá samtíma hans, okkur kleift að kynnast raunverulegum andlitsdráttum hans? Eftir að hafa kynnt mér allar þær myndir sem til eru af honum, hef ég komist að sömu niðurstöðu og Alain Erlande-Brandenbourg sem segir að „við höfum enga raunverulega mynd af heilögum Loðvíki". Handritalýsing á Biblíu frá París, sem sérfræðingar telja að máluð hafi verið í kringum 1235, þ.e. þegar Loðvík var um tvítugt, sýnir sitjandi konung með andlit málað samkvæmt hefðum tímans um fyrirmyndarútlit. Blekteikning á pergamenti sem sennilega er frá 17. óld og skrifari frá París gerði að líkindum fyrir próvensalska fræðimanninn Fabri de Peiresc, sýnir brot af einni af veggmyndum Sainte-Chapelle frá upphafi 14. aldar. Þessar myndir byggðu vafalaust á öðrum myndum um ævi Loðvíks sem Blanche, dóttir hans, lét mála í kirkju Fransiskanasystra í Lourcine, en það var einmitt Blanche þessi sem bað Vilhjálm frá Saint-Pathus að rita ævisögu föður síns.29 Myndin sýnir höfuð Loðvíks þegar hann beygir sig niður og þvær fætur fátæklinganna. Myndin var gerð fyrir nunnur af betlimunkareglu og að frumkvæði dóttur, sem heiðraði minningu föður síns og var gerð þegar fyrstu raunsæislegu andlitsmyndir fyrir- manna eru málaðar. Hún er vafalaust nálægt því að sýna raunverulega andlits- drætti heilags Loðvíks þar sem hann auðmýkir sig fyrir fátækum: skeggjaður, iðrandi syndari, nýkominn heim úr fyrstu krossferð sinni. Mér sýnist þessar tvær gömlu myndir skilgreina vel stöðu heilags Loðvíks í þróunarferlinu sem leiðir til hinnar eiginlegu einstaklingsmyndar. Teikning ^ Roland Recht, „Le portrait et le principe de réalité dans la sculpture: Philippe le Bel et l'image royale", Europáische Kunst um 1300 (XXV Alþjóðaráðstefna um listasögu, Vín, 1984). 28 Jacques Le Goff, „Saint Louis et les corps royaux", Le Temps de la Réflexion. 29 Sjá sýningarskrá sýningarinnar um Loðvík helga sem haldin var í Sainte-Chapelle að frumkvæði skjalavörslu franska ríkisins 1960.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.