Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 19
Loðvík helgi sem einstaklingur ogfyrirmynd 17
Akaflega mikilvægt tæki til að mæla vöxt og viðgang einstaklingshugtaksins er
saga andlitsmynda. Heilagur Loðvík tilheyrir forsögu þeirra.
Roland Recht minnti okkur á fyrir skömmu að raunsæi í listum er einvörðungu
eitt myndmál meðal annarra.2 Honum sýnist að besta hugtakið til að skýra
þennan áhuga á heiminum og „raunverulegum" fyrirbærum í honum, sé „raun-
veruleikareglan“, sem hann skilgreinir þannig að „heimur listarinnar tekur mið
af raunheiminum". Hann telur réttilega regluna fela í sér að fyrirbæri séu greind
sem einstök, og sér þetta að verki í höggmyndalistinni í kringum aldamótin 1300.
Myndastyttur við grafir gefa góða mynd af þróun þessarar reglu, því það er frá og
með árunum 1320-30 sem má greina í þeim ákveðna „tilhneigingu til að draga
fram persónusérkenni“, en þá tilhneigingu má meðal annars tengja við rannsóknir
13. aldarinnar á sambandi skapgerðar og útlits. En á dögum heilags Loðvíks eru
þessar styttur einvörðungu myndir af ídeal-týpum, eins og sjá má af styttunum,
sem var komið fyrir í Saint-Denisklaustri eftir að Loðvík lét endurskipuleggja þar
grafhýsi Frakkakonunga 1263—64, að frumkvæði náins ráðgjafa síns, Matthíasar
ábóta frá Vendöme.28
Gera þær myndir af Loðvíki sem taldar eru gamlar, jafnvel frá samtíma hans,
okkur kleift að kynnast raunverulegum andlitsdráttum hans?
Eftir að hafa kynnt mér allar þær myndir sem til eru af honum, hef ég komist
að sömu niðurstöðu og Alain Erlande-Brandenbourg sem segir að „við höfum
enga raunverulega mynd af heilögum Loðvíki“. Handritalýsing á Biblíu frá París,
sem sérfræðingar telja að máluð hafi verið í kringum 1235, þ.e. þegar Loðvík var
um tvítugt, sýnir sitjandi konung með andlit málað samkvæmt hefðum tímans
um fyrirmyndarútlit.
Blekteikning á pergamenti sem sennilega er frá 17. öld og skrifari frá París gerði
að líkindum fyrir próvensalska fræðimanninn Fabri de Peiresc, sýnir brot af einni
af veggmyndum Sainte-Chapelle frá upphafi 14. aldar. Þessar myndir byggðu
vafalaust á öðrum myndum um ævi Loðvíks sem Blanche, dóttir hans, lét mála í
kirkju Fransiskanasystra í Lourcine, en það var einmitt Blanche þessi sem bað
Vilhjálm frá Saint-Pathus að rita ævisögu föður síns.29 Myndin sýnir höfuð
Loðvíks þegar hann beygir sig niður og þvær fætur fátæklinganna. Myndin var
gerð fyrir nunnur af betlimunkareglu og að frumkvæði dóttur, sem heiðraði
minningu föður síns og var gerð þegar fyrstu raunsæislegu andlitsmyndir fyrir-
manna eru málaðar. Hún er vafalaust nálægt því að sýna raunverulega andlits-
drætti heilags Loðvíks þar sem hann auðmýkir sig fyrir fátækum: skeggjaður,
iðrandi syndari, nýkominn heim úr fyrstu krossferð sinni.
Mér sýnist þessar tvær gömlu myndir skilgreina vel stöðu heilags Loðvíks í
þróunarferlinu sem leiðir til hinnar eiginlegu einstaklingsmyndar. Teikning
2 Roland Recht, „Le portrait et le principe de réalité dans la sculpture: Philippe le Bei et l’image
royale", Europdiscbe Kunst um 1300 (XXV Alþjóðaráðstefna um listasögu, Vín, 1984).
-8 Jacques Le GofF, „Saint Louis et les corps royaux“, Le Temps de la Réflexion.
29 Sjá sýningarskrá sýningarinnar um Loðvík helga sem haldin var í Sainte-Chapelle að frumkvæði
skjalavörslu franska ríkisins 1960.