Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 222
220
Aðalheiður Guðmundsdóttir
sönn eptirmynd af lífi þjóðanna og hugsunar/rætti,28 og svo þurfa þeir, sem við það
fást, að hafa bein í hendi ef vel á að fara og vera innrættari anda og eðli þjóðlegra fræða
en Magnús virðist hafa verið . . .
Það liggur beinast við að skilja álit hans sem svo að meðferðin sé í raun ekki
ámælisverð, svo framarlega sem menn séu gæddir góðri skáldagáfu og séu þar að
auki sérlega vel að sér í þjóðlegum fræðum. Ólafur kemur að vísu einnig auga á
það sem máli skiptir, þegar hann gefur sögunni Hornajjarðarfljót eftirfarandi
einkunn: „Sagan hefir auðvitað aldrei verið sögð á Islandi á þessa leið“.
Auðvelt er að finna fleiri dæmi um dómhörku Ólafs; hann lét skoðanir sínar á
verkum annarra óspart í ljós og er það umdeilanlegt hvort dómar hans hafi alltaf
verið hlutlausir.29 Ég vil hins vegar leyfa mér, með hinni mestu virðingu fyrir
útgefanda, að gagnfyna Þulur ogþjóðkvetði í þeim tilgangi að greina frá aðferð hans
og e.t.v. auðvelda fólki að skilja og nota útgáfuna með því að benda á takmörk
hennar. Að sjálfsögðu ber að hafa það hugfast hvílíkt brautryðjandaverk Ólafur
og aðrir fyrri tíma fræðimenn unnu með útgáfum sínum og að áherslur og
fræðilegar kröfur voru nokkuð með öðrum hætd en nú á dögum. Útgáfa Ólafs
endurspeglar að mörgu leyti hugmyndir 19. aldar manna um tilurð þjóðkvæða.
Útgefendur þessa tíma unnu út frá ákveðinni hugmyndafræði eða forsendum sem
hafa breyst í tímanna rás.
Sú athugun sem ég hef gert á heimildameðferð Ólafs einskorðast að mestu leyti
við DFS 67, sem er eitt af aðalhandritum útgáfunnar. I fyrstu bar ég öll prentuð
kvæði saman við handrit þeirra og dugði það til þar sem ekki er getið um önnur
handrit neðanmáls. Þar sem DFS 67er talið upp fyrst og önnur handrit eftir því,
mætti ætla að það væri aðalhandrit og að lesbrigði væru tekin úr öðrum heimild-
um. Margsinnis þurfti að lesa útgáfuna saman við öll tilgreind handrit.
Aður en lengra er haldið vil ég greina stuttlega frá niðurskipan kvæðanna,
útskýringum Ólafs og lesbrigðum, svo langt sem það heppnast. Best væri ef
lesendur hefðu tækifæri til að glugga í bókina og átta sig á þessu sjálfir. Aðferðin
er breytileg, en í stórum dráttum eftirfarandi:
a) Sums staðar er kvæði prentað með tilheyrandi lesbrigðum (sem merkt eru A,
B, C o.s.frv.) og athugasemdum. Við lok kvæðis er upptalning á handritum
þess, með samsvarandi bókstöfum. Þessi uppsetning er til fyrirmyndar.
b) Sum kvæðanna eru prentuð í nokkrum afbrigðum, sem merkt eru rómverskum
28 Sunnanfari, V. árg., 8. hefti, 1896, bls. 59. í Sunnanfara stendur „hugsunarkætti". Nokkru fyrr
hafði Ólafur sjálfur hlotið gagnfyni fyrir frásagnarhátt prentaðra þjóðsagna, sjá Sunnanfari, IV.
árg, 9. hefti, bls. 70. Þar segir m.a.: „ . . . útgefandinn lætur ekki heimildir sínar og heimildar-
menn segja frá með peirra eigin orðum, heldur segir hann sjálfur frá með sínum orðum.“
29 Jóni Ólafssyni úr Grunnavík gefur Ólafúr t.a.m. eftirfarandi dóm:.er skýríng hans alveg
ófær eins og flestar orðaskýríngar hjá honum, yfir höfuð að tala“ {ÍGSVÞ, III, bls. 7). Það er
varla hægt að neita því að margar af orðskýringum Jóns eru afar hæpnar, en alhæfmg Ólafs er
engu að síður óréttlát. Sjá ennfremurýmsa ritdóma Ólafs í Sunnanfara, t.d. þar sem hann vegur
enn aðjóni Ólafssyni í IV árg., 2. hefti, bls. 14, Rev. W.C. Green, þýðanda Egils s'ógu á ensku
í sama hefti, bls. 15 og ritgerð Jóns Jónssonar í V. árg., 10. hefti, bls. 79.