Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 72
70 Jón Karl Helgason
Höfuð Vafþrúðnis
í grein sinni „Skírnismál och den fornislándska ákrenskapsnormen" beirir Lars
Lönnrorh aðferðum frásagnarfræðinnar við greiningu á norrænum goðsögum.
Hann bendir á að margar þeirra fjalli um ferð goðmagnanna í annan heim - „resan
rill der andra lander"2 — og lúti þær frásagnir jafnan sama lögmáli. Að fordæmi
rússneska fræðimannsins Vladimírs I. Propp flokkar Lönnrorh persónur og gripi
með hliðsjón af hlutverkum, en þau eru að hans mati sex í þessum frásögnum:
1. Herja
2. Andsræðingur
3. Gripur / viðfang
4. Kynngimögnuð aðstoð
4. Vörður
5. Sendandi
Frásögninni deilir Lönnroth síðan upp í fimm frásagnarliði:
1. Sendandi eða hetja uppgötvar að gripur, sem goð þurfa á að halda, er rýndur.
2. Sendandinn sendir hetjuna af stað til annars heims með hina kynngimögn-
uðu aðstoð.
3. Hetjan ferðasr að landamærum heimanna rveggja, hittir vörð og sigrar hann,
annaðhvort í einvígi eða með því að standast einhvers konar þekkingarpróf.
4. Hetjan hittir andstæðing og sigrar hann eftir langa viðureign.
5. Gripurinn er fluttur heim aftur.
Umfjöllun Lönnroths nær ril Skírnismála, Þrymskviðu, Baldurs drauma, Hervar-
arljóða og þeirrar heildstæðu sögu sem rakin er í Grógaldri og Fjölsvinnsmálum,
en Lönnroth vekur arhygli á að sömu aðferð megi beita við greiningu á fleiri
norrænum goðsögum.
Enda þótt rammafrásögn Vafþrúðnismála sé einföld og persónur fáar, fellur
hún einkar vel að uppskrift Lönnroths. Fyrsru fjögur erindin eru helguð samtali
Óðins og Friggjar í Goðheimum, en meginhluri kvæðisins, fimmríu erindi,
orðaskiprum Óðins og Vafþrúðnis í Jörunheimum. Á milli þessara rveggja kafla
er eina erindið sem ekki er orr fyrir munn einhverrar persónunnar en þar er einmirr
lýst ferð Óðins í annan heim - „resan till det andra landet": „Fór þá Óðinn, / að
freisra orðspeki / þess ins alsvinna jötuns" (er. 5).
Svo vikið sé að athafnasviðunum er Óðinn ljóslega í sporum herjunnar,
Vafþrúðnir er andstæðingur hans og hinn eftirsóknarverði „gripur" sem Óðinn
2 Festskrifi til Ole Widding. Opuscula, 2 {Bibliotbeca Arnamagnœana, 25), Kaupmannahöfn,
1961-1977, s. 154.
' Allar tilvitnanir í Vafþrúðnismál eru úr úrgáfu Ólafs Briem: Eddukvœíi (Islenzk úrvahrit, 5),
Reykjavík, 1969, s. 134-47.