Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 46
44 RoryMcTurk
legt sé að leita annarsstaðar en í sögum um Tristram að fyrirmynd hetjunnar sem
vinguls.
Orðið vingull mun hafa verið afar sjaldgæft í fornu máli. Það kemur fyrir í
vísum sem kveðnar eru í Vólsa þatti, frásögn sem varðveist hefur í Flateyjarbók og
virðist þar þýða „hestsreður". I þessum vísum er vingullinn kallaður Völsi og fram
kemur í frásögninni að til siðs var á afskekktum sveitabæ einum í Norður-Noregi
fyrir kristnitöku að færa vingulinn frá einum manni til annars á hverju kvöldi.14
Hér virðist vera um frjósemishelgiathöfn að ræða. I skemmtilegri grein um
Grettisfœrslu hefur Ólafur Halldórsson tengt þessa frásögn sögnum um Gretti
Asmundarson og haldið því fram að hluti af Grettis sögu eigi rætur sínar að rekja
til frásagna um leiki eða athafnir sem upphaflega voru tengdar frjósemisdýrkun.15
Eins og Ornólfur Thorsson hefur síðan bent á í þessu samhengi í ritgerð sinni um
Grettlu, minnir Grettir, sem fer um Island úr einu héraði í annað, á vingulinn sem
látinn er fara frá einum manni til annars í helgiathöfninni.16 Hugmyndin um að
fara frá einum stað til annars, eða á milli tveggja staða í þessu sambandi, gæti leitt
til aukins skilnings á þróun nútímamerkingar orðsins vingull. En hvernig svo sem
skýringin má vera vil ég benda sérstaklega á að vingullinn í Vólsa þœtti er kallaður
Völsi. Ef Vólsi og vingullþýða það sama má halda því fram að sagnir um Völsunga
sæki uppruna sinn í frjósemisdýrkun á svipaðan hátt og sagnir um Gretti;17 hér
má hafa í huga að mesti Völsungur af öllum, Sigurður Sigmundarson Fáfnisbani,
fer land úr landi í leit að frægð og frama á hátt sem minnir að nokkru leyti á ferðir
Grettis um ísland.
En hversu sem tengslum Sigurðar Völsungs við vingul í fornri merkingu
orðsins er háttað er því ekki að neita að í Vólsunga sögu virðist hann koma fram
sem vingull í nútímaskilningi, sérstaklega í hegðun sinni gagnvart Brynhildi. Að
vísu er hann nýbúinn að drepa Fáfni þegar hann kynnist Brynhildi og ber með
sér gullið sem Fáfnir hafði legið á í ormslíki. Sér til varnar gæti Sigurður nefnt að
á þessu gulli hvílir bölvun sem felur í sér bana allra þeirra sem eiga það. Þeir sem
lesið hafa Vólsunga sögu vita að Sigurður verður að yfirgefa Brynhildi fyrr eða síðar
til þess að bölvunin uppfyllist; en hann þarf ekki að gera það oftar en einu sinni
eins og hann gerir samkvæmt texta Vólsunga sögu. Fyrst hittir hann Brynhildi á
Hindarfjalli, þar sem hann vekur hana, þiggur ráð af henni og sver að hann muni
eiga hana; en síðan fer hann umsvifalaust burt frá henni. Hann ríður þar til hann
" Sjá: Islendinga sögur, fimmta bindi: Vestfirðinga sögur, Guðni Jónsson bjó til prentunar, Akureyri,
1953, bls. 375-85.
15 Þessi grein, „Grettisfærsla", sem birtist fyrst á ensku í Opuscula 1 (Bibliotheca Arnamagnaana,
XX), Kaupmannahöfn, 1960, bls. 49-77, hefur síðan birst á íslensku með eftirmála eftir höfund
í: Grettisfiersla: safii ritgerða efiir Ólafi' Halldórsson gefið út á sjó'tugsafinœli hans 18. april 1990,
ritnefnd: Sigurgeir Steingrímsson o.fl. (Rit StofihunarÁrna Magnússonar á Islandi, 38), Reykja-
vík, 1990, bls. 19-50.
16 Sjá: Örnólfur Thorsson, Orð afiorði: hejð og ným&li í Grettlu, Reykjavík, 1993 [fjölrit], bls.
185-89.
17 Um sennileg tengsl frjósemisdýrkunar og elstu heimilda Vólsunga sögu sjá: The saga ofi the
Volsungs, edited and translated with Introduction, Notes and Appendices by R.G. Finch,
London, 1965, bls. xxxii-vi.