Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 258
256
Umsagnir um b&kur
að þeirri niðurstöðu að varðveittum handritum hennar megi skipta í tvo megin-
flokka, annars vegar handrit með óstyttan texta, A, Bl, B2 og D, og hins vegar
handrit með styttan og umsaminn texta, C og N, en báðir flokkar séu runnir frá
sömu frumþýðingu. Allljóst virðist að A- og B-handritin séu runnin frá sameig-
inlegri formóður er C og N séu ekki runnin frá, en C sé runnið frá sama handriti
og N. Örðugra er aftur á móti að ættfæra D; orðamunur í línum 125-126 í
prentaða textanum bendir til að það standi með B gegn A og C og í línu 218 hefur
það sama leshátt og bæði A og B gagnvart C og N. Þetta brýtur þó í bága við
fjölda sameiginlegra leshátta D og C og telur útgefandi þann kost líklegri, að
flokka D með C og N gagnvart A- og B-handritunum. Ekki er óhugsandi að
rannsókn á varðveislu annarra postulasagna í þessum sömu handritum gæti varpað
á þetta skýrara ljósi. Eftirtektarvert er að allt bendir til þess að aðaltextinn (A) sé
að minnsta kosti þriðji liður frá frumþýðingu. Varðveislukafli inngangsins er ekki
einasta skýr greinargerð íyrir varðveislu texta Mattheus sögu, heldur er hann um
leið hin besta leiðbeining í textafræði og fá lesendur þar að njóta af þeim fróðleik
er útgefandi miðlaði stúdentum sínum í Háskóla Islands.
Aðeins ber við að tilvitnuð rit í inngangi útgefanda rati ekki í heimildaskrá. í
lýsingum á stafagerð vísar útgefandi margoft til flokkunar Spehrs á ólíkum
gerðum ‘y’ án frekari skýringa; þar er stuðst við rit Haralds Spehr, Der ursprung
der isldndischen schrift und ihre weiterbildung bis zur mitte des 13. jahrhunderts
(Halle (Saale) 1929), einkum bls. 52-56.1 ritaskrá vantar einnig The GreatSagas
ofOlafTryggvason and Olafthe Saint, AM 61 ftol., Ólafur Halldórsson gaf út (Early
Icelandic Manuscripts in Facsimile 14, Copenhagen 1982) sem vitnað er til á bls.
xlii; Sýslurnannaæfir 1-2 eftir Boga Benediktsson (Reykjavík 1881-1904), sem
vitnað er til á bls. lvi; ennfremur PaLeografisk Atlas, Oldnorsk-Islandsk Afdeling, Kr.
Kálund gaf út (Kobenhavn 1905), en til hans er vísað á bls. lxv. Á bls. lvi er vísað
í annað bindi Biskupa sagna Hins íslenska bókmenntafélags (Kaupmannahöfn
1878), en aðeins fyrsta bindið frá 1858 er í heimildaskrá.
Utgefandi velurað nota texta AM 645 4to (A) sem aðaltexta og prentar neðanmáls
mismunargreinar úr öðrum handritum, að frátöldu AM 655 4to XII—XIII (D)
sem hefur meðal annars sérstakan inngang er ekki er að finna í hinum handrit-
unum og er texti þess prentaður f heild aftast. Eins og áður sagði er með þessari
útgáfu ekki aðeins stefnt að því að gera grein fyrir varðveislu texta Mattheus sögu,
heldur einnig að komast sem næst frumtexta íslensku þýðingarinnar. Árangur
þeirrar leitar birtist í völdum texta sem prentaður er með samræmdri stafsetningu
við hlið aðaltextans, AM 645 4to, og ennfremur er prentuð sú gerð latneska texta
sögunnar er næst virðist komast þeirri latnesku gerð er þýðandinn hefur stuðst
við. Þetta er til geysilegs hagræðis við rannsókn textans og stór framför frá
áðurnefndri útgáfu Ungers þar sem aðeins er prentaður íslenski textinn.
Hinn endurgerði frumtexti er prentaður með samræmdri stafsetningu er
miðast við elstu máleinkenni handritanna en aðaltextinn, AM 645 4to, er
prentaður „hálfstafrétt“, eftir aðferð þeirri er lengi hefur tíðkast á stofnunum Árna