Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 217
(Ó) Traustar heimildir 215
E (241 bls.) skiptist niður í sextán kver sem merkt eru A—R:n
A: Tveir sagnadansar og kvæði frá Jóni Þórðarsyni á Klausturhólum í Árnes-
sýsluárið 1848.
B: Sex sagnadansar frá Gísla Konráðssyni á Húsabökkum í Skagafirði árið
1848.
C: Tólf kvæði (Grýlukvæði ofl.), fjórar gátur og skrá yfir óprentaðar rímur frá
Brynjólfi Árnasyni í Langholti, Skaftafellssýslu.
D: Fjórtán kvæði; sagnadansar, skemmtikvæði og þulur í uppskrift sr. Bene-
dikts Þórarinssonar á Asi í Fellum, N-Múlasýslu frá 1850, flest eftir maddömu
Björgu Pétursdóttir á Kirkjubæ.
E: Tuttugu og átta kvæði, aðallega sagnadansar, þulur og þulubrot, krumma-
og Grýlukvæði, frá sr. Daníel Halldórssyni í Glæsibæ árið 1849.
F: Fjórar gátur, draumlýsing og tuttugu og fimm kvæði; sagnadansar, þulur,
Grýlukvæði og annars konar kveðskapur í ýmsum uppskriftum frá Reykjavík. Um
heimildarmenn er ekki getið, að undanskildum Einari Jafetssyni, sem undirritar
draumlýsingu.
G: Sjö sagnadansar frá Gísla Konráðssyni á Húsabökkum í Skagafirði.
H: Átta kvæði af ýmsum toga og skrá yfir ýmis kvæði sem sendandi veit að
eru til. Sendingin er ónafngreind.13
I: Fimm kvæði og ævintýri (exempla) frá ónafngreindum sendanda.
K: Tveir sagnadansar og eitt kvæði frá Guðmundi Sigurðssyni á Loftsstöðum
í Gaulverjabæjarhreppi.
L: Þrjár gátur og sjötíu og sex þjóðkvæði af ýmsum toga frá sr. Jóni Eyjólfssyni
á Stað í Aðalvík. Kvæðin eru öll skrifuð eftir nafngreindu kvæðafólki, hvert út af
fyrir sig á sérstakt blað, samkvæmt tilmælum í boðsbréfi. Kvæðunum er safnað af
mikilli alúð og sömu kvæðin skrifuð eftir fleiri en einum heimildarmanni.
Athugasemdir skrásetjara fylgja þar sem þær eiga við neðanmáls.
M: Sagnadans frá Jóni Sigurðssyni, skráður eftir Sigríði Jafetsdóttur úr Eyja-
firðiáriðl850.
N: Galdrakver og átján kvæði, að mestu þulur og kviðlingar, frá Helga
Sigurðssyni á Jörfa árið 1853.
O: Þrír sagnadansar frá Jóni Árnasyni, skráðir eftir Málfríði Jónsdóttur úr
Loðmundarfirði, Múlasýslu.
P: Fjögur kvæði frá Jóni Borgfirðingi.
12 Um sagnadansa í E má sjá nánar hjá Jóni Helgasyni, fslenzk fornkvœíi, VI, bls. xxix-xxxviii. Jón
nefnir að skrá Svends Grundrvigs yfir kvæði í DFS 67megi finna í DFS 65 (sjá bls. xxviii). Þessi
skrá er hins vegar mjög takmörkuð og tekur einungis til sagnadansa í heftum H-L. Uppskriftum
E fylgja stundum bréf heimildarmanna til Fornfraeðafélagsins, svo sem í öðrum handritum sem
þaðan eru runnin.
13 Jón Helgason telur að H sé komið frá Suðurlandi (jslenzk fornkvxíí, V, bls. lix), en Ólafur
Davíðsson segir heftið skrifað með hendi Guðmundar Sigurðssonar á Loftsstöðum {fslenzkar
gátur, skemtanir, vikivakar ogþulur[ÍGSVÞ], IV, Kaupmannahöfn, 1898-1903, bls. 333). Það
stenst þó engan veginn, sé rithöndin borin saman við önnur handrit Guðmundar.