Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 81
Primum caput
79
Lýsingar á hinum ljótu úlfum Eglu koma heim og saman við þá þróun sem
varð í evrópskum listum á 11. og 12. öld, þegar margþættur einstaklingurinn og
sérkenni hans urðu jafnt og þétt fyrirferðarmeira yrkisefni en verið hafði undan-
gengnar aldir. Á þetta bentum við Svanhildur Óskarsdóttir í fyrirlestrinum „Úlfur,
úlfur“ og nefndum einkum tvennt máli okkar til stuðnings. Við sögðum að
lýsingar á höfði Egils í sögunni leiddu „hugann beint að evrópskri myndlist á 12.
öld þar sem náttúran og smávægilegustu einkenni hennar“ urðu „mikilvæg í krafti
sjálfra sín en ekki guðdómsins eins“ (1992:4). Því næst vísuðum við til rannsókna
Jauss á dýrasögum en hann segir að í franska söguljóðinu um refinn Renard, sem
er frá síðari hluta 12. aldar, stígi hinn ófullkomni maður fram í alþýðlegri
sagnahefð og telur eðlilegt að einstaklingurinn með þversögnum sínum öllum
birtist fyrst í dýrasögum á miðöldum þar eð auðveldara hafi verið að sýna breytta
mannsmynd í líki dýrs en manns (Jauss 1977:26-28). Með skírskotun til hug-
mynda Jauss spurðum við Svanhildur hvort úlfsnáttúran í Eglu gegndi ekki
áþekku hlutverki og refslíkið í Renardsögunum og svöruðum henni játandi eftir
að hafa fjallað stuttlega um þversagnir Egils. Þessar röksemdir skulu nú ítrekaðar
en ýmsu við þær bætt.
Það er alkunna að Egla hefur nokkra sérstöðu meðal skáldasagna þar eð hún
snýst ekki síst um baráttu höfðingja við konung. Þess utan er hún eina sagan sem
lætur svo mikið með höfuð aðalpersónunnar. Og þetta tvennt reynist nátengt í
sögunni. Vargsnáttúran sem býr í höfði Egils og föður hans er t.d. nýtt í táknmáli
sem endurspeglar átök þeirra og konungs.
Hér að framan var nefnt að orðið „skalli“ kæmi fyrir í fornu máli sem úlfsheiti.
I Hauksbókartexta Hervarar sögu og Heiðreks segir konungur þegar hann ræður
eina af gátum Gestumblinda:
„Góð er gáta þín, Gestumblindi, getit er þeirar; þat er sól, hón lýsir lpnd pll ok skínn
yfir alla menn, en Skalli ok Hatti heita vargar, þat eru úlfar, er annarr þeira ferr fyrir
en annarr eptir sólu.“ (Heiðreks saga 1924:68)
Hér eru greinilega á ferð sömu dýr og í Grímnismálum og Snorra-Eddu kallast
Hati Hróðvitnisson og Sköll eða Skoll, nöfn þeirra í Hauksbók eru aðeins í örlítið
annarri mynd (EddadigteII 1962:19; SnE 1:58, nmgr.7). Og í Eglu erekki annað
að sjá en leikið sé með þá gerð nafnanna sem fmnst í Hauksbók. Meðan Haraldur
konungur talar um Grím Kveldúlfsson sem „skalla“ þegar hann er nýgenginn af
fundi hans, birtist Egill sem „Hatd“ er hann heldur á fund Eiríks jarls. Sagan segir:
„Hann hafði síðan hattyfir hjálmi og alvæpni hafði hann“ (144, breytt letur BSK).
Seinna í sögunni þegar Egill rifjar upp Jórvíkurförina í Arinbjarnarkviðu víkur
hann í tvígang að hattinum; hann kveðst hafa dregið „djarfhött um dökkva skör“
(206) og kennir að auki höfuð sitt sem „hattar staup“ (208). Orðin „hattur" og
„höttur“ eru, sem kunnugt er, tvímyndir. Sem úlfsnafn merkir „Hatti“ líklega ‘sá
höttótti’, en þegar það er fært yfir á ‘mann-úlf’ gefur það tilefni til merkingarinnar
‘maður með hatt eða hött’.