Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 103
Var eg ein um látin
101
Smánarorð Guðrúnar hitta hana sjálfa um síðir en Auður hverfur úr sögunni, með
reisn og sem kona, því þótt hún takist á hendur karlmannshlutverk er það fyrst
og síðast til að endurheimta kvenleika sinn. Með því að klæðast brókum og hefna
sem karlmaður upphefur Auður ekki einungis orð Guðrúnar, heldur snýr hún
þeim, eins og áður sagði, gegn henni sjálfri á áþreifanlegan hátt. Við þessu á
Guðrún heldur ekkert svar. Nú gæti einhver spurt: Ef Auður beinir spjótum sínum
einkum að Guðrúnu, hví kemur hefndin þá einungis niður á Þórði? Því er til að
svara, að með því að særa Þórð á þann hátt sem Auður gerir, setur hún blett á
karlmennskuímynd hans og skaðar hann sem eiginmann. Það hlutverk sem
Guðrún hafði af Auði verður af þessum sökum minna virði.
Líkt og barátta Jórunnar og Melkorku eru átök Auðar og Guðrúnar orðlaus,
þ.e. þær talast ekki við nema óbeint. Auður er svívirt í samtali Þórðar og Guðrúnar
og Guðrún er svívirt í slagsmálum Auðar og Þórðar. Á það má hins vegar benda
að Auði er fengið beittara vopn í hendur en Guðrún virðist hafa yfir að ráða. Þegar
Auður fréttir af skilnaði Þórðar við sig segir ekki af viðbrögðum hennar, nema
hvað hún kveður þessa vísu:
2. Vel er eg veit það,
var eg ein um látin
(íslendinga sögur II 1986:1584).
Hér talar Auður um einsemd sína, þ.e. hún er skilin eftir með hlutverk sem
einungis fær henni svívirðingar, líf hennar hefur glatað merkingu sinni. 1 Máttu-
gum meyjum segir Helga Kress að vísa Auðar lýsi reiði og í henni felist hefnd:
,Auður hótar Þórði og fylgir hótuninni eftir“ (Helga Kress 1993:167). Með því
að ræða opinskátt um tilfmningar sínar tel ég hins vegar að Auður geti tekist á við
þær og fengið lífi sínu nýja merkingu. I grein sinni, Hefðin oghœfileiki einstak-
lingsins, segir T.S. Eliot: „Skáldskapur er ekki útrás geðhrifa, heldur leið frá
geðhrifum; hann er ekki tjáning persónuleika, heldur leið frá persónuleika“ (Eliot
1991:51). í vísunni varðveitir Auður kvenlega ástríðu, þ.e. konunnar sem er ein
og yfirgefin, og tekst e.t.v. á þann hátt að flýja hana um stund. Hún tekur að sér
hlutverk bræðra sinna, en þeim bar að hefna í sltkum tilvikum. I bók sinni
Goddesses, Whores, Wives, and Slaves fjallar Sarah B. Pomeroy um konur í forn-
grísku samfélagi og bókmenntum. Hún segir m.a. að þegar konur gangi inn í
karlmannshlutverk í grískum harmleikjum sé það einkum hlutverk bróður eða
föður (Pomeroy 1975:101). I þessu samhengi má einnig benda á aðra konu í
Islendinga sögum sem gengur inn í hlutverk bróður og reynir að hefna, en það er
Þórdís Súrsdóttir í Gísla sögu. Líkt og áður sagði á Guðrún ekkert svar við þessari
uppákomu, Auður þaggar á eftirminnilegan hátt niður í henni. Til að undirstrika
þetta kippir höfundur Guðrúnu út úr sögunni í bili og kemur henni fyrir í seli,
þar sem engum sögum fer fram.