Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 266
264
Umsagnir um bœkur
Tvö nýleg rit um Heimskringlu
Diana Whaley, Heimskringla. An Introduction, Viking Society for Northern
Research, University College, London 1991.
Sverre Bagge, Society andPolitics in Snorri Sturlusons Heimskringla, University of
California Press, Berkeley, Los Angeles, Oxford 1991.
Heimskringla er vissulega gersemi íslenskra miðaldabókmennta og þau tvö rit sem
hér eru til umræðu sýna glöggt að hún er enn þess umkomin að vekja áhuga
fræðimanna, innlendra sem erlendra. Þau komu bæði út á 750. ártíð Snorra
Sturlusonar, sama ár og nýjasta íslenska útgáfa ritsins. Hér verður fjallað um þau
undir einum hatti og á við að því leyti að bæði ritin kljást við mörg hin sömu
vandamál tengd Heimskringlu. Á hinn bóginn eru þau ólík að eðli og ætlan, bók
Whaley er ætlað að vera almenn kynningá Heimskringlu en Bagge að sýna hvernig
nota megi Heimskringlu sem sagnfræðilega heimild á nýjan hátt, átta áratugum
eftir að heimildargildi hennar var dregið í efa svo um munaði af sænska sagnfræð-
ingnum Lauritz Weibull.
Vandað inngangsrit
Svo að fyrst sé vikið að bók Diana Whaley þá segist hún rita bók sína fyrir
„students, scholars or interested laymen“ (7) og vissulega virðist bókin geta nýst
öllum þessum hópum. Framsetning er skýr og aðgengileg en þó byggt á traustum
fræðilegum aðferðum og mati. Hún er því handhægt uppflettirit fyrir þá sem
þekkja Heimskringlu fyrir án þess að hafa sérhæft sig í henni auk þess að vera ágæt
kynning. Ritið skiptist í inngang og sex kafla. Inngangurinn er skemmtilega
skrifaður, er þar tæpt á viðtökum Heimskringlu og áhrifum á síðari öldum. Fyrsti
kafli nefnist Authorship. Þar er fyrst örstutt greinargerð fyrir ástæðum þess að talið
er að Snorri sé höfundur Heimskringlu en yfirlit af því tagi er bráðnauðsynlegt í
slíku kynningarriti til þess að lesendur átti sig á í hve lausu lofti öll vitneskja okkar
um íslensk miðaldarit hangir. Þannig nefnir Whaley einnig andmæli gegn þeirri
vinsælu skoðun að Snorri sé höfundur Heimskringlu og hvetur til gagnrýninnar
athugunar á málinu og lætur ekki staðar numið heldur gerir einnig nokkra grein
fyrir hugmyndum manna um eðli höfundarhugtaksins á miðöldum. Mun ég víkja
að því síðar.
Annar kafli bókarinnar fjallar unt Snorra og Sturlungaöld. Þar fetar Whaley
troðnar slóðir, jafnvel um of. Þannig eru ekki í heimildaskrá rit eftir íslenska
sagnfræðinga sem eru yngri en Jón Jóhannesson. Aftur á móti er ævisaga Snorra
(29-37) sögð á fjörmikinn hátt og af innsæi og kaflinn um áhrifævi Snorra áskrif
hans vandaður og frumlegur. Þar nefnir Whaley uppeldi Snorra hjá Oddaverjum,
lagamenntun hans og utanferðir en allt þetta telur hún hafa ýtt undir áhuga Snorra
á fortíðinni (37—40). Þetta er styrkur þessa kafla en ekki líkar mér við orðið
„republic“ (21) sem heiti á fámennisstjórn goðaveldisins. Whaley er raunar alls
ekki ein um að nota þetta hugtak og vissulega nefnir hún að hér hafi ekki verið