Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 12
Þegar frelsishugsjón efldist með íslendingum á öndverðri síðustu öld sóttu forgöngumenn
efnivið og áræðni í þá arfleifð sem kirkjan hafði varðveitt. í öllum landshlutum reyndust
prestamir traustir bandamenn Jóns Sigurðssonar í baráttu hans fyrir réttindum þjóðarinnar.
Við setningu Alþingis 1. október vitnaði ég til orða séra Hannesar Stephensen prófasts sem á
fyrsta fundi hins endurreista Alþingis 1845 bar upp kröfuna um að þinghaldið yrði ávallt í
heyranda hljóði. Aðeins á þann hátt yrðu lýðréttindi samtímans tryggð og tengd fomum rétti
Islendinga frá þjóðveldisöld.
Saga íslenskrar sjálfstæðisbaráttu og framfarasóknar er ríkulega samofin starfi kirkjunnar,
æviverkum sóknarpresta til sjávar og sveita. Kannski hefur þessu hlutverki íslensku
þjóðkirkjunnar ekki nægilega verið haldið til haga þegar staða hennar og störf eru vegin og
metin á okkar tíð, oft af takmarkaðri yfirsýn og jafnvel fljótfæmi.
Á ferðum mínum um Vestfirði fyrir skömmu mátti finna ljölmargar tilvísanir til þessa
samhljóms kirkjunnar við sögu þjóðarinnar, sjálfstæðisbaráttu hennar og ljölskrúðugt
mannlíf. Mörg minni um slíkt samspil birtast okkur um landið allt.
Það var ánægjuefni að kynnast því í för um sýslumar sem kenndar eru við Barðarströnd og
ísafjörð hve mikla rækt prestamir sem þjóna hinum vestfírsku byggðum leggja við sögu
kirkju og þjóðar og hvemig þeir tengja hana við lífsbaráttu fólksins á okkar tíð. Sú reynsla
var sönnun þess að líftaug prests, safnaðar og sögu er enn á okkar dögum sá strengur sem
veitir kirkjunni sterkan hljóm.
Islenska þjóðkirkjan hefur ávallt borið gæfu til að vera máttarstoð samfélagsins, hvort heldur
er þeirra heildar sem gerir okkur að þjóð eða byggðarlaga sem löngum hafa búið við
einangrun í afskekktum fjörðum eða milli fjalla.
Þessi samfylgd kirkju og samfélags var ríkur þáttur í uppeldi mínu bæði hjá afa mínum og
ömmu á Þingeyri og í foreldrahúsum á Isafirði, timburhúsinu í Túngötunni þar sem fyrrum
séra Sigurgeir og sonur hans, báðir síðar biskupar, bjuggu í húsi föður míns. Afi minn og
nafni á Þingeyri sem í röska hálfa öld stóð við steðjann í gömlu smiðjunni helgaði
Þingeyrarkirkju hinn hluta æviverksins, var þar meðhjálpari í áratugi og lét oft ungan
dótturson aðstoða sig við undirbúning helgihaldsins.
Kirkjan í þessu vestfirska sjávarplássi var ekki aðeins guðshús, heimkynni tilbeiðslu og
hátíða, heldur einnig akkeri í ölduróti mannlífs sem oft hlaut áfoll en lét þó aldrei bugast.
Sóknarprestamir voru leiðtogar fólksins og spor þeirra djúp, bæði innan kirkju og utan,
þátttakendur í göngu fólksins til betra mannlífs.
Ég nefni þessa þætti hér við setningu kirkjuþings til að árétta þær þakkir sem þjóðinni er
skylt að færa kirkju landsins, þjónum hennar og leiðtogum. Við íslendingar gætum vart notið
sjálfstæðs réttar í samfélagið þjóða heims ef kirkja landsins hefði ekki haldið vöku sinni, fært
þjóðinni áræðni og kjark, og verið vettvangur sem tengdi fólk böndum trúar og tryggðar.
Þegar virðulegir fulltrúar á kirkjuþingi fara nú að fjalla um vanda kirkjunnar og viðfangsefni,
tel ég mikilvægt að hið áhrifamikla og margbrotna hlutverk þjóðkirkjunnar í baráttu
Islendinga fyrir sjálfstæði og framfor lands og lýðs sé viðmiðun sem höfð sé í huga,
áminning um að það þarf að ávaxta arfleifð sem er í senn einstök og stórbrotin.
9