Gerðir kirkjuþings - 1996, Qupperneq 283
1996
27. KIRKJUÞING
um framtíð og eigin heill, af því að við vitum af Guði nærri. þeim sem sló Ússa, sem
örkina greip, af því í því atferli sýndi hann vantraust á Guði en upphóf sjálfan sig og
gerði sig meiri. Og þó er það ekki ógn refsingarinnar, sem við boðum. heldur náð
Guðs í Jesú Kristi. Það er því ekki óttinn, ekki hræðslan, og enn síður skelfingin, sem
á að einkenna samfélag okkar, heldur kærleikurinn. Til kærleika erum við kölluð, til
þjónustu við þann, sem leit það ekki augum óvirðingar að lauga annarra fót og ræða
við konu, sem enginn leit við, heldur gaf að lokum sjálfan sig í þeirri fóm, sem ein er
Guði þóknanlega, þegar hver og einn gefur sjálfan sig og megnar þó enginn í þeim
mæli, sem Jesús.
Ég þakka það, sem vel hefur verið gert. Og það er ég viss um, þegar við lítum til
baka og handleikum gögn okkar héðan eða gjörðir kirkjuþings þegar út er komin, að
við munum átta okkur á því, að þetta hefur verið merkt þing. Ekki endilega hið
merkasta, en merkilegt samt. Ekki aðeins fyrir þær sakir. að meiri ábyrgð er lögð á
herðar þessara kirkjuþingsmanna í umíjöllun fjármuna, heldur fyrr þær sakir. að
yfirleitt var leitast við af einlægni hollustunnar að taka á málum í þeim anda, sem einn
dugar og einn á að þekkjast í slíkum hópi. Það er andi auðmýktar og andi þakklætis,
sem er bein afleiðing og ávöxtur anda trúarinnar. Fylgi ekki auðmýkt trú, er um
blekkingu að ræða, fylgi ekki þakklæti nálægðinni við Guð, er það blindnin en ekki
hugljómunin, sem hefur tekið völdin.
Fyrir þetta þakka ég ykkur og mun minnast þess og leitast við að láta annað
gleymast. Ég þakka ykkur öllum. Færi varaforsetum einlægar þakkir fyrir stuðning
þeirra og fúsleika til að grípa inn í. Þakka hin þýðingarmiklu nefndarstörf og forystu
formanna, sem svo mikið er undir komið. Þakka starfsfólki kirkjuþingsins öllu - og
gestrisni heimamanna í Bústaðakirkju. Þakka forseta Islands og forsetaffú, ráðherra og
starfsmönnum ráðuneytisins fyrir þeirra hug og dýrmætt ffamlag. En ffamar öllu
þakka ég Guði. Þakka honum fyrir ykkur, að kirkjan á slíka þjóna, og þakka honum
fyrir það, að hann leyfir okkur að fjalla um dýrmæt mál kirkju sinnar. Ekkert stendur í
stað. Flest er breytingum undirorpið. Aðeins Guð er hinn sami ffá eilífð til eilífðar. Og
gleymum síst þeirri náðargjöf, að hann býður okkur vist með sér í því ríki dýrðarinnar,
sem Kristur hefur haldið til og býr okkur stað hjá sér. Gleymum því aldrei, hver kallar
okkur.
Tuttugasta og sjöunda kirkjuþingi er slitið. Megi allir eiga góða heimferð og farsælt
starf.
280