Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 258
einstakra kirkna, til þess að unnt væri að rétta hlut hinna,sem höfðu alls ónógar tekjur
af eignum sínum. Á síðustu öld var farið að jafna tekjur kirkna eða prestakalla með því
móti, að skylda tekjuhá brauð til þess að leggja hluta tekna sinna til hinna fátækari.
Forsenda þeirra ráðstafana var sá skilningur, að arður af kirkjueignum væri almenn
eign þjóðkirkjunnar. Þeim skilningi var ekki andmælt af neinum. Lögin um
Kirkjujarðasjóð byggja á sama skilningi. “
Við þetta má bæta, að lögin um kristnisjóð frá 1970 byggja á svipuðum skilningi
og birtist í tilvitnuninni hér að framan. Þannig rennur nú andvirði seldra kirkjujarða í
kristnisjóð og er ráðstafað af kirkjuráði til almennra þarfa og starfs þjóðkirkjunnar.
Um söiu kirkjujarða á starfstíma viðræðunefnda ríkis og kirkju.
Viðræðunefnd kirkjunnar hefur frá upphafi lagst gegn því, að
landbúnaðarráðuneytið, sem nú fer með málefni kirkjujarða, heimilaði sölu jarðanna á
meðan viðræðurnar sem dóms- og kirkjumálaráðherra kallaði til, stæðu yfir. Nú er til
langur listi yfir kirkjujarðir sem ábúendur óska eftir að fá keyptar. Óskum þeirra hefur
ekki verið fullnægt vegna þess, að biskup, kirkjuráð og viðræðunefndin hafa lagst
gegn því, að fram færi ráðstöfun eigna á sama tíma og verið er að semja um
framtíðarráðstöfun þeirra. Þó hafa fáeinar jarðir verið seldar, en að undangenginni
umfjöllun samkvæmt vinnureglum settum fyrir tveimur árum síðan. Yfirlit yfir seldar
jarðir og hlut kristnisjóðs í andvirði þeirra, má sjá í reikningum kristnisjóðs. Þess má
geta, að mikil óánægja ríkir með þessa stöðu mála í landbúnaðarráðuneytinu. Þar vísa
menn til þess, að gildandi lög (jarðalög) heimili ábúendum kirkjujarða, sem kallast í
þeim lögum „jarðir í eigu opinberra stofnana" að fá ábúðarjarðir sínar keyptar, að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Því má segja, að yfirstandandi viðræður um
kirkjueignir hafi orsakað ákveðna pattstöðu varðandi sölu kirkjujarða.
Annað varðandi starf nefndarinnar.
Kirkjueignanefndin vill árétta, að mikilvægt er að festa í lög ákvæði um
eignastöðu þjóðkirkjunnar og einstakra stofnana hennar. í því sambandi má vísa til
samþykktar prestastefnu 1995 um eigna- og réttarstöðu kirkjunnar.
í frumvarpi til laga um stöðu stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar þyrfti að setja
skýrari ákvæði um eignastöðu kirkjunnar og stofnana hennar og tilsjón með
eignavörslu og fjársýslu á vegum kirkjunnar og stofnana hennar.
255