Gerðir kirkjuþings - 1996, Qupperneq 257
að okkar mati lagt út á ófæra leið, þar sem endalaus álitamál kæmu í veg fyrir
ásættanlega niðurstöðu.
í þessu máli öllu er vert að hafa í huga, að með lögunum frá 1907 um sölu
kirkjujarða, veitir kirkjan liðsinni þeirri félagslegu hreyfingu er hafði það að markmiði
að leiguliðar fengju að eignast ábýlisjarðir sínar. Kirkjan lagði þannig sitt af mörkum til
að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun og styrkja efnahag og afkomu þeirra fjölmörgu
sem þá höfðu lifibrauð sitt af landbúnaði. Á þeim tíma námu kirkiuiarðir 16.2% af
hundraðatali allra fasteigna í landinu. í rökstuðningi sínum fyrir frumvarpinu um sölu
kirkjujarða, er varð að lögum 1907, segir nefndin er það samdi:
„Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. En eitt af aðalskilyrðunum fyrir því, að svo
megi verða, er, að bændur leggi sem mesta rækt við ábýlisjarðir sínar. En sé það
heimtað, að bændur leggi fé og aðra krafta í ábýli sín, verður að tryggja þeim, ekkjum
þeirra og afkomendum, sem best ávexti af fyrirhöfn þeirra. Sú trygging fæst ekki nema
með sjálfsábúð. Því er rétt að styðja hana sem mest."
Þessi þekkilega hugvekja minnir okkur á, að lögin frá 1907 fólu ekki
einvörðungu í sér nauðsynlega bót á launakerfi sóknarpresta, heldur var lagður fram
myndarlegur skerfur til að efla íslenska bændastétt. Gat þá fyrir alvöru hafist ræktun
lýðs og lands.
Álit kirkjueignanefndar frá 1984 og eignarréttur á kirkjujörðum.
Kirkjueignanefnd sú er skipuö var árið 1982 og birti fyrri hluta álits síns árið
1984, kemst að þeirri niðurstöðu, að þær eignir kirkna sem ekki hafi gengið undan
með lögmætum hætti séu enn kirkjueignir. Störf þessarar nefndar mörkuðu þannig
þáttaskil í samskiptum ríkis og kirkju varðandi kirkjueignir og verða því seint ofmetin.
Störf núverandi viðræðunefnda ríkis og kirkju hafa að miklu leyti byggst á niðurstöðu
nefndarinnar frá 1984, enda vísar dóms- og kirkjumálaráðherra beinlínis til þeirrar
niðurstöðu í bréfi sínu til biskups íslands frá 10. febrúar 1992, þar sem ráðherra óskar
eftir því, að biskup skipi nefnd, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, til viðræðna við samsvarandi
nefnd ríkisins er hann hafði þá skipað.
Sérstök ástæða er til að vekja athygli kirkjuþings á áliti kirkjueignanefndar frá
1984 ; ekki síst vegna þess að nú virðist vera að draga til verulegra tíðinda í starfi
nefndanna. Varðandi eignarhald og ráðstöfun kirkjujarða er rétt að benda sérstaklega
á XI. kaflann í álitinu frá 1984. Nú er það svo, að viðræðunefndir ríkis og kirkju gera
báðar ráð fyrir því í tillögum sínum, að kirkjujörðunum verði ráðstafað í einu lagi í þágu
kirkjuheildarinnar. Ekki er víst að allir séu sammála þessari skoðun ; sú skoðun kynni
að koma fram, að jarðir gömlu kirkjulénanna séu eign þeirra og engra annarra; þess
vegna sé heildstæð ráðstöfun þeirra í þágu þjóðkirkjunnar óheimil. Afstaða
kirkjueignanefndarinnar nú varðandi þetta atriði grundvallast hins vegar á því, að allt
frá 1907 og reyndar fyrr, meö sérstökum hætti, var eignum einstakra kirkna ráðstafað í
þágu kirkjuheildarinnar og ekki gerður munur á ríkum eða fátækum kirkjulénum. Um
þetta efni segir í áliti kirkjueignanefndar frá 1984:
„Þegar óhjákvæmilegt var orðið að leita úrbóta á ágöllum hins forna
lénsskipulags í kirkjumálum, hlaut það að nokkru að ganga út yfir rétt eða stöðu
254