Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 245
Kirkjumálasjóður ber kostnað af kirkjuráði. Kirkjuráð kemur saman um það bil
mánaðarlega.
Leikmannastefna. Biskup boðar til leikmannastefnu og er kveðið á um það í 40. gr. laga
nr. 62/1990. Á leikmannastefnu eiga sæti fulltrúar ffá prófastsdæmum landsins kosnir af
héraðsfundum. Þá eiga þar sæti fulltrúar ffá landssamtökum kristilegra félaga sem starfa
á kenningargrundvelli þjóðkirkjunnar, svo og fastir kennarar guðffæðideildar Háskóla
Islands sem ekki eru guðfræðingar.
Prestastefna. í 39. gr. laga nr. 62/1990 segir að Biskup íslands boði til prestastefnu. Þar
eiga setu og atkvæðisrétt vígslubiskupar, allir starfandi þjóðkirkjuprestar, svo og fastir
kennarar guðfræðideildar Háskóla Islands með guðffæðimenntun. Aðrir prestar og
guðffæðingar eiga rétt til setu með málfrelsi og tillögurétti. I 13. gr. laga nr. 48/1982, um
kirkjuþing og kirkjuráð íslensku þjóðkirkjunnar er ákvæði er lýtur að því að samþykktir
kirkjuþings um innri málefni kirkjunnar, guðsþjónustu, helgisiði, skím, fermingar,
veitingu sakramenta og önnur slík, séu eigi bindandi fyrr en þær hafa hlotið samþykki
prestastefnu og biskups. Prestastefna er kostuð af kirkjumálasjóði.
Kirkjusóknir. 111. kafla laga nr. 25/1985 um kirkjusóknir, safnaðarfundi, sóknamefndir,
héraðsfundi o.fl. er kveðið á um kirkjusóknir og skipan þeirra. Landinu er skipt í
kirkjusóknir. Sóknir mynda prestaköll, prófastsdæmi og biskupsdæmi, svo og kjördæmi
vegna kosninga til kirkjuþings. Kirkjusókn er sjálfstæð fjárhags- og félagsleg eining.
Hún er félag þess fólks innan þjóðkirkjunnar sem býr innan sóknarmarka. I kirkjusókn
skulu að jafnaði eigi vera fleiri en 4000 sóknarmenn og eigi færri en 100.
Sóknarnefndir. Um sóknamefndir er fjallað í V. kafla laga nr. 25/ 1985. í hverri
kirkjusókn er sóknamefhd sem annast ffamkvæmdir á vegum sóknarmanna og styður
kirkjulegt starf i sókninni ásamt sóknarpresti eða sóknarprestum og starfsmönnum
sóknarinnar (13. gr.) Hún er í fyrirsvari fyrir sóknina gagnvart stjómvöldum og
einstökum mönnum og stofnunum (19. gr.) Sóknamefnd er þriggja til níu manna nefnd
eftir stærð sóknar. Sóknamefndarmaður er kosinn til fjögurra ára. Sóknamefnd ber
ábyrgð á fjárreiðum sóknar (20. gr.) Tekjur koma af sóknargjöldum. Sóknamefhd er
kosin á aðalsafnaðarfundi sem haldinn er árlega. Sá fundur kýs og safnaðarfulltrúa til
setu á héraðsfundi.
Aðalsafnaðarfundur. Aðalsafnaðarfund skal halda ár hvert sbr. IV. kafla laga nr.
25/1985. Þar skulu rædd málefni sóknarinnar. Aðalsafnaðarfundur fer með æðsta
ákvörðunarvald innan sóknarinnar í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt
lögum eða lögmætum ákvörðunum.
Héraðsfundur. Vettvangur til umræðna um sameiginleg málefni þjóðkirkjunnar í
prófastsdæmi, sbr. Vll. kafla laga nr. 25/ 1985. Atkvæðisrétt eiga þjónandi prestar og
safnaðarfulltrúar. í lögum nr. 62/ 1990 er mælt svo fyrir að í Kjalamess- og
Reykjavíkurprófastsdæmum skuli vera safnaðarráð, skipað formönnum sóknamefnda,
safnaðarfulltrúum og prestum prófastsdæmisins.
242