Gerðir kirkjuþings - 1996, Blaðsíða 233
1. Inngangur______________________________________________
I september s.l. skipaði dóms- og kirkjumálaráðuneytið starfshóp til að skoða ýmsa
þætti er varða fjármál íslensku þjóðkirkjunnar. Starfshópinn skipa Ásdís Siguijóns-
dóttir, deildarsérfræðingur í þ ármálaráðuneyti, Sólmundur Már Jónsson, deildar-
stjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti og Baldur Kristjánsson, biskupsritari. Hópur-
inn hafði hliðsjón af undirbúningsstarfi að nýrri löggjöf um stöðu, stjóm og starfs-
hætti þjóðkirkjunnar en í bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til biskups
Islands er hlutverk hópsins skilgreint á eftirfarandi hátt:
Kortleggja tekjur og gjöld íslensku þjóðkirkjunnar og hvemig stjómskipulag hennar er
uppbyggt.
Skoða hvemig fjármálastjóm biskupsstofii á rekstri hennar og ýmissa sjóða er háttað og
tengsl þar á milli, og hvort/hvemig hægt sé að bæta úr. Athuga m.a. hvort gætt sé við-
miða ríkisins um fjármálastjóm, t.d. um útboð á framkvæmdum.
Fara yfir athugasemdir og fyrirliggjandi úttektir Ríkisendurskoðunar.
Kanna hvort og þá hvemig megi einfalda sjóðakerfi kirkjunnar, t.d. með fækkun sjóða.
Kanna möguleika á að ijúfa tengsl launagreiðslna vegna ósetinna eða niðurlagðra prests-
embætta í kristnisjóð.
Önnur ótalin atriði, sem nefndin verður áskynja í störfúm sínum, og fellur eðlilega undir
verkefnið.
Starfshópurinn hefiir skoðað framangreinda þætti en þar sem hann hafði ekki nema
um þrjár vikur til starfans hefur sú yfirferð ekki verið mjög ítarleg. Að mati starfs-
hópsins er full ástæða til að skoða ýmsa þætti nánar en kostur var á. Hópurinn
leggur til að í ljósi viðbragða dóms- og kirkjumálaráðuneytis og kirkjuþings við til-
lögum og ábendingum í þessari áhtsgerð verði þær skoðaðar nánar og hugsanlega
útfærðar.
Fjahað er um tillögur og ábendingar starfshópsins í kafla 5 en í stórum dráttum eru
þær eftirfarandi:
* Vald- og verkaskipting á biskupsstofu hvað varðar fjármálaumsýslu verði gerð skýr með
skipuriti og erindisbréfum. Upplýsingamiðiun um stöðu fjármála verði regluleg og verk-
lagsreglur um meðferð fjármuna verði skriflegar. 5.A.1, bls. 7.
* Dregið verði úr sundurliðun á fjárlagalið biskups íslands í A-hluta fjárlaga og verði undir-
liðir aðeins 3 í stað 11 núna. 5.A.2, bls. 7.
* Rekstraráætlun biskupsstofu verði hagað með þeim hætti að biskup Islands hafi til um-
ráða ákveðna fjárhæð til að sinna minni háttar styrkveitingum og úrlausn mála er koma
inn á hans borð. 5.A.3, bls. 7.
* Ákveðinn verði sá fjöldi prestsembætta sem ríkið greiðir og hin íslenska þjóðkirkja ráð-
stafi þeim. 5.A.4, bls. 7.
* Ábyrgð og umsýsla með prestssetrum verði færð til sókna og prestssetrasjóður verði
lagður niður í núverandi mynd. 5.B.1, bls. 8 og 5.C.4, bls. 10.
230