Gerðir kirkjuþings - 1996, Síða 175
-58-
15.10.1996
Greinarqerð um samkynhneiqð oq kirkju
ég að gæta bróður míns”.67
Alkirkjuhreyfingin fór af stað um svipað leyti og Þjóðabandalagið,
sem stofnað var 1918 og var undanfari Sameinuðu þjóðanna . Fulltrúar
Fleimsráðs kirkna eða Alkirkjuráðsins, sem stofnað var 1948, unnu að
Mannréttindayfirlýsingunni, sem gengið var frá 10. des. sama ár.
Alþjóðanefnd kirknanna (the Commission of the Churches for
International Affairs) hefur síðan unnið að mannréttindamálum og hélt
ráðstefnu í St. Plöten í Austurríki árið 1974 sem nefndist Mannréttindi
og kristin ábyrgð. Bæði Reformerta kirkjan og Lúterska heimssambandið
héldu ráðstefnur um mannréttindi árið 1970, Lúterska heimssambandið
í Evian og aftur í Genf 1 976 og það gaf niðurstöðurnar sínar út í
greinargerð sem nefndist Guðfræðileg vídd mannréttinda (Theologische
Perspektiven der Menschenrechte). Heins Eduard Tödt og Wolfgang
Hubert skrifuðu verkið að mestu.66 Kaþólska kirkjan hefur sent frá sér
páfabréfin Dignitas humanae, yfirlýsingu um trúfrelsi, 1976, Populorum
progressio, eða um þróun þjóðanna 1 967.69 Árið 1971 sendu kaþólskir
biskupar frá sér greinargerð um Réttlæti í heiminum og 1976 skrifaði
nefnd páfa Justitia et pax, vinnuplagg, sem nefnist: Kirkjan og
mannréttindi. En þótt kaþólska kirkjan hafi látið til sín taka í þessum
efnum hefur hún talað um mannréttindi út á við, en neitað að veita þau
inn á við. Slík afstaða gæti einnig hent íslensku þjóðkirkjuna. Nú standa
kaþólskir menn með Múhameðstrúarmönnum í baráttunni gegn frelsi
kvenna til að ákveða hvort og þá hvenær þær eigi börn.
Ekkert hefur komið um mannréttindamál frá réttrúnaðarkirkjunni. Ef
þessi gögn eru skoðuð í samhengi koma fram ólíkar áherslur. Frá 1948
til 1960 var lögð áhersla á trúfrelsi, einkum í ríkjum með sosialístíska
hugmyndafræði og einnig í löndum með ríkistrúarbrögð. Eftir 1960
hefur verið lögð meiri áhersla á kynja- og kynþáttamisrétti og
67 l.Mós. 4.9.
68 JQrgen Moltmann: On Human Dignity, SCM LTD, 1984, bls. 3-5.
69 Renewing the Earth, Catholic Documents on Peace, Justice and Liberation, Image Books , 1977.
172