Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 114
1996
27. KIRKJUÞING
7. mál
TILL AGA
til þingsályktunar um samkynhneigð og kirkju.
Flutt af Kirkjuráði.
Frsm.: Helgi K. Hjálmsson.
Kirkjuþing 1996 þakkar yfirgripsmikla greinargerð um málefnið “Samkynhneigð og
kirkja”, og felur nefndinni að vinna áffam að málinu og skila kirkjuráði tillögum, sem
hægt verði að leggja fyrir næsta kirkjuþing.
Greinargerð.:
Málefni samkynhneigðra hafa verið töluvert mikið í umræðunni og sú umræða,sem
hefur átt sér stað hefur off á tíðum verið of tilfmningabundin og einkennst af sleggju-
dómum og upphrópunum á báða bóga.
A Leikmannastefhu íslensku þjóðkirkjunnar, sem haldin var sl. vor í Skálholti kom
þetta málefni til umræðu. Þama komu strax fram andstæðar fylkingar og sýndist sitt
hveijum, en þó var hvatt til umburðarlyndis í þessum efnum og nauðsyn bæri til að
málið væri rætt.
Þann 24. júlí 1996 ákvað kirkjuráð að skipa nýja nefnd (starfshóp), sem fjalla skyldi
meðal annars um guðfræðileg, siðfræðileg og lagaleg rök og álitamál er varða stöðu
samkynhneigðra, þar sem fýrri nefnd sem skipuð var í lok febrúar 1995 sagði af sér.
I nefndina voru skipuð: Jónína E. Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi kirkjunnar á Norður-
landi, sr. Olafur Jóhannsson, sóknarprestur og sr. Ólafur Oddur Jónsson, sóknar-
prestur. Ástríður Stefánsdóttir, læknir og heimspekingur, var fengin til liðs við
nefhdina, en hennar sérsvið er á mörkum læknisfræði og siðfræði. Sr. Ólafur Jóhanns-
son sagði sig síðan úr nefndinni með bréfi dagsettu 3. okt. 1996.
Nefndin leggur fram mjög ítarlega greinargerð. Ég vil taka það fram hér að greinar-
gerð þessi var lögð fram á fýrsta degi þessa kirkjuþings, þannig að kirkjuráði hefur
ekki gefist tími til að fjalla neitt um hana. Greinargerðin kemur víða við og hefst á
inngangi þar sem segir svo: “Við, undirrituð, ákváðum að verða við beiðni biskups ís-
lands og kirkjuráðs og takast á við þetta verkefni og settum okkur það markmið að
skila greinargerð til Kirkjuþings í okt. 1996, þótt tíminn væri skammur.
Við vorum sammála um að helstu rökin fyrir því að takast á við verkefnið væru eftir-
farandi:
1) Við gerum okkur grein fýrir að kirkjan verður að takast á við samkynhneigð á
opinn, heiðarlegan og nærgætnari hátt en víða hefur tíðkast meðal kristinna manna
til þessa.
2) Samkynhneigt kristið fólk eru systur og bræður annarra kristinna manna og leitar
effir fullri viðurkenningu, án allra fordóma, gagnvart kynhneigð sinni.
3) Við álítum að kirkjan beri ábyrgð á því að hafa tekið þátt í að móta og viðhalda
neikvæðum viðhorfum til samkynhneigðar.
111