Gerðir kirkjuþings - 1996, Blaðsíða 32
Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar
Skólinn er starfræktur í sjötta sinn veturinn 1996-97. Skólinn er rekinn í
samvinnu Fræðsludeildar og Guðfræðideildar Fíáskóla íslands. Dagskrá skólans
skiptist í tvo meginþætti, vetrarnámskeið og ýmis styttri námskeið. Sjá meðf.
dagskrá.
Það er gleðiefni að fjöldi grunnskólakennara sækir jafnan námskeið skólans.
Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt námskeiðin og fá kennarar þau metin
til launa. í þessu sambandi er vert að benda á að það er mikilvægt
umhugsunarefni fyrir kirkjuna að skapa einhverja hvata til símenntunar handa
starfsmönnum hennar, leikum og lærðum.
Kvennastarf
Halla Jónsdóttir, deildarstjóri hefur haldið námskeiðið Konur eru konum bestar
á liðnum árum. Námskeiðið var þýtt úr norsku í tengslum við
kvennaáratuginn 1988-1997. Rúmlega 3000 konur, 25-60 ára, af landinu öllu hafa
tekið þátt í námskeiðinu. Markmið námskeiðsins er að efla og styrkja konur til
starfa í kirkjunni og þjóðfélaginu. Halla vinnur nú að því að þjálfa nokkrar
konur sem leiðbeinendur til þess að auðveldara verði að anna eftirspurn.
Undir þennan málaflokk fellur einnig starf fyrir ungar mæður. Halla hefur
haldið fyrirlestra og námskeið fyrir þennan hóp í fjölmörgum sóknum.
Líknarþjónusta
Eitt af fræðslusviðum deildarinnar er líknarþjónusta. Ragnheiður Sverrisdóttir,
djákni var í 50% starfi 1995 en er nú í 75 % starfi. Hún sinnir m.a. starfsþjálfun
djáknanema og símenntun djákna. Haustið 1995 voru 19 nemendur í
djáknanámi við guðfræðideild Háskóla íslands og hófu 15 þeirra starfsnám. Nú
eru 8 djáknanemar í starfsþjálfun í söfnuðum og einn hefur lokið þjálfun í
Noregi við Norsk Diakonihöyskole. Þá hefur hún og með höndum ýmis
sérverkefni svo sem samstarf við sérþjónustupresta og stofnanir á sviði
samfélagsþjónustu. Málaflokkar eins og atvinnuleysi, alnæmi, samstarf við
Blindrabókasafn og Tryggingastofnun heyra undir þennan þátt starfseminnar.
í nóvember 1995 stóð deildin ásamt Rauða krossinum og Alnæmissamtökunum
að heimsókn sænska prestsins, Lars-Olof Juhlin, er starfar sem alnæmisráðgjafi.
Haldin var ráðstefna á Hótel Lind undir yfirskriftinni „Alnæmi og andlegur
stuðningur - hvert á að leita?" Þar flutti Lars-Olof Juhlin erindi ásamt Haraldi
Briem, lækni, Petrínu Asgeirsdóttur, félagsráðgjafa og Jónínu Elísabetu
Þorsteinsdóttur, guðfræðingi. Ragnheiður var ráðstefnustjóri og Hólmfríður
Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, túlkaði mál Lars-Olofs.
í febrúar 1996 var haldinn fundur í Hallgrímskirkju um samkynhneigð og
kirkjuna. Þá hefur verið unnið með svonefndum trúarhópi innan Samtakanna
78.
Deildin tók þátt í að skipuleggja þjónustu við syrgjendur vegna snjóflóðanna í
Súðavík og á Flateyri. Haldnar voru bænastundir í kirkjum, séð um að manna
vaktir á Hótel Lind, þar sem prestar og djáknar voru til taks ásamt öðrum
sjálfboðaliðum.
Samstarfssamningur við Félagsvísindadeild HÍ
Fræðsludeild hefur átt í viðræðum við Félagsvísindadeild HÍ um samstarf um
29