Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 104
1996
27. KIRKJUÞING
2. mál
námu gjöld prestssetrasjóðs umfram tekur 35,914 þúsund krónum. Tekjur námu 61,337
þúsund krónum og höfðu þær hækkað um 6,7%, þar af nam framlag úr kirkjumálasjóði
53,845 þúsund krónum. Gjöld á árinu hækkuðu um 11,719 þúsund krónur eða um
27,2%. Kaup fastafjármuna og stofnkostnaður að frádreginni sölu nam 40,610
þúsundum króna á árinu. Ekki er talin ástæða til að fjalla hér frekar um prestsetrasjóð,
þar sem mjög ítarlega er um hann fjallað hér á kirkjuþinginu, sem 17. mál kirkjuþings.
N) Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan, ársreikningur 1995.
Reikningurinn er gerður, endurskoðaður og áritaður af Löggiltir Endurskoðendur hf.
Aritaður og staðfestur af stjóm og rekstrarstjóra. Frágangur og uppsetning er góð og
skýr. Arsreikningur Kirkjuhússins - Skálholtsútgáfunnar fyrir árið 1995 er í
meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og síðastliðið ár. Hagnaður af
reglulegri starfsemi Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar árið 1995 varð kr. 1.055.610.-
og gengur hann til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé. Eigið fé í árslok nemur kr.
19,664,099 og er eiginfjárhlutfallið 73%, sambærilegt hlutfall í ársbyijun var 75,2%.
Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan er sjálfseignarstofnun og greiðir því hvorki tekju- né
eignarskatt.
O) Fræðsludeild kirkjunnar. Skýrsla vegna ársins 1995.
Fjárhagsnefnd fór þess á leit við fjármálastjóra biskupsstofu, að hann gæfi skýrslu um
starfsemi fræðsludeildar varðandi rekstur hennar. Sigríður Dögg lagði fram ljósritaða
reikninga fræðsludeildar nefndarmönnum til glöggvunar og fræðslustjóri, séra Öm
Bárður Jónsson, mætti ennfremur á fund nefhdarinnar og gerði grein fyrir öflugu starfi
deildarinnar. Augljóst er að umfang hefur vaxið og stöðugildum við fræðsludeild hefur
fjölgað á síðustu árum. Fjárhagsnefnd óskar eftir kirkjuráð afgreiði fjárhagsáætlanir
fræðsludeildar sem og annarra deild og stofhana með formlegum hætti. Rekstraryfirlit
fræðsludeildar þjóðkirkjunnar sýnir að rekstur hennar er kominn í 18,7 milljónir króna
og hefur aukist um 24% á milli ára. Samkvæmt rekstraryfirliti fræðsludeildar em gjöld
umfram tekjur 5,2 milljónir króna, sem er beinn kostnaður biskupsstofu við rekstur
deildarinnar.
P) Skýrsla ríkisendurskoðunar frá febrúar 1996 og fleira.
Sigríður Dögg, íjármálastjóri biskupsstofu mætti á fund fjárhagsnefndar og gerði grein
fyrir meðferð fjár og reikninga, og svaraði greiðlega öllum fýrirspumum nefiidarmanna.
Rætt var í upphafi fundar hvort og hvemig koma mætti á betri aðferðum við innkaup á
biskupsstofu, og ýmiskonar hagræðingu í skrifstofuhaldi. Sérstakar þakkir ber að færa
varðandi uppsetningu og frágang ársreikninga. Talið var æskilegt að reikningunum fylgi
efhisyfirlit. Rætt var um hina ýmsu sjóði kirkjunnar. Það upplýstist að unnið er að því
að afla upplýsinga um skipulagsskrár sjóðanna og stjómir þeirra. Sjá ennfremur tilmæli
fjárhagsnefiidar til kirkjuráðs í lið E. Rætt var um að hugsanlega væri hægt að sameina
eitthvað af þessum sjóðum.
Nefiidarmenn vom sammála því að ekkert kæmi ffam um það í athugasemdum
ríkisendurskoðunar, að færslur úr sjóðum væm aðfinnsluverðar.
Fjárhagsnefhd samþykkti að óska eftir því, vegna fiamkominna óska frá fjölmiðlum, að
endurskoðunarskýrsla ríkisendurskoðunar verði birt opinberlega sem fyrst, ásamt með
góðum skýringum.
101