Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 263
1996
27. KIRKJUÞING
21. mál
TILL AGA
til þingsályktunar um bygginga- og listanefnd.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. dr. Gunnar Kristjánsson.
Kirkjuþing 1996 styður áform bygginga- og listanefndar að gefa út ffæðslurit um
búnað og gerð kirkna. Ermfremur styður kirkjuþing 1996 hugmyndir bygginga- og
listanefhdar um listráðgjafa kirkjunnar.
Greinargerð:
Bygginga- og listanefnd þjóðkirkjunnar hóf störf á haustmánuðum 1995. Fyrsti fundur
hennar var hinn 13. september og hélt hún 5 fundi á því ári. Nefndin var ekki
fullskipuð í upphafi, þar sem það dróst fram í miðjan janúar að Arkitektafélag íslands
tilnefndi mann í hana.
I upphafi var það meginverkefni nefndarinnar að móta starfsreglur og setja frarn
vinnureglur um æskilega aðkomu að málum, sem henni er ætlað að veita umsagnir
um. Þessari vinnu var hraðað eftir föngum og vinnureglumar/leiðbeiningamar síðan
sendar prestum og sóknamefndum um miðjan desember með þeirri von að þær gætu
orðið til leiðbeiningar við ffágang umsókna í jöfnunarsjóð á yfirstandandi ári. Þessum
leiðbeiningum fylgdi kynningarbréf biskups.
Samhliða þessari vinnu og í framhaldi af henni ræddi nefndin um, á hvem hátt hún
gæti sinnt þeim upplýsinga- og fræðsluþætti, sem henni er á herðar lagður. Verulegt
innlegg í þær umræður vom fyrri ráðagerðir um ffæðslurit, er gæti verið
sóknamefndum, sóknarprestum og hönnuðum til leiðbeiningar um það helsta, sem
mikilvægt er að hafa í huga, þegar undirbúningur kirkjulegra ffamkvæmda hefst eða
þær standa yfir. Nefndin hefúr haft til hliðsjónar undirbúningsgögn ffá fyrri listanefnd
og þegar lagt drög að slíku leiðbeiningarriti. Ráðgert er að þar verði bæði fjallað
almennt um kirkjuna og búnað hennar, kirkjulegar athafhir, viðhald og meðferð
kirkjulegra gripa, kirkjulist og um viðhald kirkna og safnaðarheimila, nýbyggingar,
hugsanlegar stærðarviðmiðanir, kirkjugarðinn og ríkjandi lög og reglugerðir, svo
nokkuð sé nefnt. Var það því ósk og von nefndarinnar að fjármagn fengist til
útgáfunnar á þessu ári en af því varð því miður ekki. Mjög mikilvægt er að slík
leiðbeiningarrit geti litið dagsins ljós sem fýrst.
Meginvinnan á vormánuðum var tengd umsögnum til kirkjuráðs í tengslum við
umsóknir í jöfnunarsjóð. Nefndin leitaði sér sérffæðiaðstoðar við undirbúningsvinnu,
en fór síðan yfir hverja umsókn og bar saman fýrirhugaða ffamkvæmd og hugsanlega
framkvæmdagetu safnaðar. Þá reyndi hún að hafa augun opin fýrir listrænum þáttum
ffamkvæmdarinnar jafnt sem byggingartæknilegum. Reyndist þetta mikil vinna, enda
umsóknir margar, en fýlgigögn mjög misvel útbúin og á stundum vandséð, hvemig
hægt væri að leggja mat á umsókn miðað við þau. Sótt var um styrki er námu á 5.
hundrað milljónum til ffamkvæmda sem nema hátt í 2 milljarða, svo ljóst má vera að
mikilvægt er að rétt sé að þeim staðið og fjármunir nýtist.
260