Gerðir kirkjuþings - 1996, Qupperneq 256
prestlaun og kirkjujarðir. Þessa afstöðu má ef til vill kalla „ástandskröfuu, sbr. viðureign
Jóns Sigurðssonar og danskra embættismanna í svokölluðu fjárhagsmáli á sínum
tíma. Ríkið areiði bví nú laun sóknarpresta, annað hvort af góðvild (sbr._
stjórnarskrárákvæðið um vernd oq stuðning ríkis við þjóðkirkju) eða gömlum vana.
Kirkjan eioi þess veona enoa kröfu um greiðslu prestlauna á hendur ríki, byggða á
seldum eða óseldum kirkjujörðum.
í kirkjueignanefnd þjóðkirkjunnar hefur öðru verið haldið fram, sbr. tillögu okkar
að bókun. Við höfum litið svo á, að með lögunum frá 1907 hafi ríkisvaldið tekið á sig
ákveðnar skyldur varðandi prestslaunin. Kirkjan fóllst á vióTæka sölu kirkjujarða tiTað
tryggja"prestlaunin og taldi sig hafa vænlega stöðu varðandi kostnað vegna
prestsþjónustunnar. Eignir kirknanna höfðu ávallt gegnt því hlutverki að kosta
prestsþjónustu við söfnuðina. Gamalt fyrirkomulag var að ganga sér til húðar. Breyting
var nauðsynleg, væntanlega samkvæmt kröfu nýrra tíma. Það var ekki sök kirkjunnar,
að lagaákvæðin frá 1907, um „óskerðanlegan höfuðstól" héldu ekki. Kannski var
engum um að kenna; hvorki kirkju né ríki. Við tók ferli í ríkisfjármálum sem breytti
nýsettum forsendum víða í samfélaginu.
Þrátt fyrir að sú þróun yrði, sem lýst var hér að framan, og lyktaði með því að
launalög frá 1919 voru látin ná til presta þjóðkirkjunnar, er ekki að sjá að ríkisvaldið
hafi gefið frá sér þá grundvallarskuldbindingu er staðfest er í lögunum frá 1907. Eftir
stendur að kirkian lét frá sér, í hendur ríkisvaldsins, tilsjón oq söluheimildir vegna
kirkjujarða. Þetta var höfuðstóllinn er stóð í gegnum aídir á bak við kirkjulega
þjónustu. Þegar flosnaði upp úr forsendum samkomulagsins frá 1907 myndaðist sú
staða, að öllum varð sama um afdrif kirkjujarða. Ríkið var hvort eð er búið að setja
prestana undir launalög. Kirkjustjórnin lét reka á reiðanum, virtist fegin því að hvíla í
faðmlagi ríkisins. Þrestarnir fengu sín laun. Jarðimar voru þannig seldar án þess að
söluandvirði væri sett í neitt samhengi við prestlaunin. Hugtakið „óskerðanlegur
höfðustóir hafði nú enga merkingu lengur. Þarna fór með öðrum orðum, fyrir lítið,
góss sem engum kom við lengur og hægt var að nota til að gefa fátækum
sveitarfélögum land undir sig eða hygla vinum og kunningjum.
Kirkjueignanefndin hefur grundvallað tillögu sína með rökum, eða
söguskýringum.líkum þessum. Avallt hefur því verið haldið fram, að skuldbinding
ríkisvaldsins, sem lesa má úr lagasetningunum frá 1907, sé enn virk; enda er fráleitt að
ríkisvaldið byggi launagreiðslur til presta, einvörðungu á stjórnarskrárákvæði um
vernd og stuðning við þjóðkirkju - í það minnsta ef litið er á sögu samkipta ríkis og
kirkju á þessari öld. Ve! kann að vera, að hægt sé að byggja kröfu um fjárstuðning
ríkis við kirkju á stjórnarskrárákvæðinu einu. Það er önnur saga. Þegar
kirkjueignanefndin setur fram tillögur um að reiknað sé með seldum sem óseldum
kirkjujörðum frá 1907 verður að hugsa til þeirra sjónarmiða er skýrð hafa verið hér að
framan. Höfuðstóllinn óskerðanlegi er farinn, uppgufaður að mestu leyti. Þær
jarðeignir kirknanna sem enn eru óseldar geta aldrei, einar og sér, orðið bakhjarl
prestlauna. Þess vegna er lögð fram krafa um að andvirði kirkjujarðanna verði
reiknað sem skuldbinding ríkisins megin. Taka má fram, að ef ætti að fara fram
einhvers konar úttekt á sölu kirkju]árða frá 1907 og í leiðinni reikna inní skuldbindingar
ríkisins það sem á vantar vegna of lágs söluverðs eða skorts á verðtryggingu, þá væri
253