Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 198
1996
27. KIRKJUÞING
9. mál
Starfshópurinn setji sér markmið til 10 ára og sé unnið jafnt og þétt að því á
prófastsdæmisvísu, að söfnuðir landsins verði virkir aðilar að kristniboðs- og
hjálparstarfi.
2. Kjalarnesmódelið
Haft verði til hliðsjónar módel það sem nú er reynt í Kjalamesprófastsdæmi. Þar hefur
verið sett á laggimar skipulagsnefnd, sem er hvetjandi og ráðgjafandi og samhæfir
kristniboðs- og hjálparstarf í prófastsdæminu.
Komið verði upp tenglum eða hópum í hverjum söfnuði.
Söfnuðimir fræddir um málefni kristniboðs og hjálparstarfs.
3. Fræðsla
Fræðsla um kristniboð og hjálparstarf þarf að vera sjálfsagður þáttur fræðsluefnis
kirkjunnar. Einn af starfsmönnum fræðsludeildar kirkjunnar gæti þess að málefni
kristinboðs og hjálparstarfs skipi sess í fræðsluefni og fræðslustarfí kirkjunnar, fyrir
alla aldurshópa. Hann hafi samband við námsefnishöfunda og haldi fræðslu um
málaflokk þennan vakandi við aðra starfsmenn deildarinnar.
Leggja skal mikla áherslu á fræðslu fyrir böm og unglinga, fræðsla sem annars vegar
nær til vitsmunaþátta en einnig sé unnið að viðhorfa- og atferlismarkmiðum. Þannig
sé haft í huga að verið er að „ala upp“ til ákveðinnar meðvitundar og fómarlundar.
Fræðsla um kristniboð og hjálparstarf taki til alls bamaefnis, unglingaefnis,
fermingarefhis, og alls fullorðinsefnis. Einnig skal leitast við að bjóða upp á námskeið
um málefni kristniboðs og hjálparstarfs í Leikmannaskólanum.
Línnið sé einkum út frá tveimur grundvallarmarkmiðum:
a) að allir þekki kristniboðsskipun Krists, og finni ábyrgð sína sem kristnir
einstaklingar
b) að einstaklingar kirkju skilji mikilvægi þess að gefa af auðlegð sinni til þeirra sem
ekki hafa.
4. Helgihald
í samvinnu við helgisiðanefnd þjóðkirkjunnar verði samdar bænir, er séu hluti
almennrar kirkjubænar, þar sem beðið er fyrir kristniboði og hjálparstarfi. Bænir
þessar séu hluti almennrar kirkjubænar allan ársins hring.
Ákveðinn hluti kirkjuársins verði sérstakar fómarvikur, þar sem kirkjan beinir augum
sínum sérstaklega til kristniboðs og hjálparstarfs.
5. Starfsþjálfun
Stefnt skuli að því að ffæðsla um hjálparstarf og kristniboð sé hluti menntunar og
þjálfunar djáknanema og guðffæðinema.
Væntum við að þetta mikilvæga mál fái verðskuldaða umfjöllun og afgreiðslu.
Reykjavík, 9. október 1996.
Jónas Þórisson
sr. Kjartan Jónsson
Halla Jónsdóttir
195