Gerðir kirkjuþings - 1996, Qupperneq 18
1996
27. KIRKJUÞING
1. mál
sem kalli síðan á enn meiri umfjöllun. Kirkjuráð hefur ekki stundað það á liðnum
árum að bregðast við með skriflegum greinargerðum. Þó kom það til enn einnar
umræðu, hvemig best muni fyrir kirkjuna að fóta sig í því breytta umhverfi, sem
einkennir þjóðfélagið núna. Verður lagt hér fram á þinginu enn ein greinargerð um
fjölmiðla og hvemig kirkjunni beri að standa að þeim málum. Hefur kirkjuþing títt
samþykkt ályktanir, sem kalla eftir því, að ráðinn sé fulltrúi til að sinna þessum
málum, en ekki hefur fé fundist til að standa straum af þeim kostnaði, sem slíku fylgir.
Kirkjuráði barst beiðni ffá vígslubiskupunum um það, að þeir fengju seturétt á
fundum ráðsins með málfrelsi og tillögurétti. Með tilliti til þess, að frumvarpið um
stöðu, stjóm og starfshætti Þjóðkirkjunnar hefur verið til umræðu og verður vonandi
afgreitt á yfirstandandi þingi, þótti kirkjuráði rétt að bíða ákvarðana varðandi skipan
kirkjuþings og kirkjuráðs. En til að koma til móts við óskir vígslubiskupanna var
samþykkt að bjóða þeim að sækja aðalfund kirkjuráðs og þann fund, sem síðastur er á
undan kirkjuþingi.
Margar af þeim skýrslum og greinargerðum, sem lagðar verða fyrir kirkjuþing
em unnar af nefndum, sem biskup og eða kirkjuráð hafa skipað vegna sérstakra
verkefna. Ber þar til að nefna auk fjölmiðlanefndarinnar, sem þegar er getið, að
biskup fór þess á leit við kirkjumálaráðherra á einum af reglulegum fundum þeirra, í
þetta skiptið 22. ágúst s.l., að skipuð yrði nefnd til þess að fjalla um fjárreiður
Þjóðkirkjunnar með sérstöku tilliti til reynslunnar af Kirkjumálasjóði. En þegar hann
var stofnsettur, varð það að samkomulagi milli biskupsembættisins og ráðuneytisins,
að endurskoðun á ffamkvæmd og fjárþörf sjóðsins færi fram effir að hann hefði sinnt
verkefnum sínum í eitt ár. Ráðherra brást vel við þessari beiðni biskups og ítarleg
greinargerð nefndarinnar verður til umræðu síðar á þessu þingi.
I ffamhaldi af greinargerð ríkisendurskoðunar á fjármálum biskupsembættisins
og sjóða í vörslu kirkjunnar, sem kynnt var í vor, var síðan fallist á tillögu
ríkisendurskoðunar um að skipulagsbreyting verði gerð á biskupsstofu og einum
starfsmanni hennar falið að vera fjármálastjóri. Hafði þetta reyndar komið til urnræðu
fljótlega eftir yfirtöku embættisins á málaflokkum ffá ráðuneytinu. Ræddu biskup og
skrifstofustjóri þetta mál sérstaklega strax og fram kom, að skrifstofustjóri hafði allt of
marga málaflokka á sinni ábyrgð, eins og ríkisendurskoðun síðar benti á. Hefur
Sigríður Dögg Geirsdóttir, bókari við embættið verið ráðin í stöðu fjármálastjóra og
sett erindisbréf.
Það fór ekki hjá því, að bæta varð við starfsfólki í umsýslu reikninga, þegar
viðfangsefni, sem fyrr höfðu heyrt undir ráðuneytið, voru færð til biskupsstofu. Var
það einn þáttur, sem átti að endurskoða varðandi kirkjumálasjóðinn. Framangreind
nefnd leggur reyndar til róttækar breytingar á stöðu prestssetra og þar með
prestssetrasjóðsins og verður til afgreiðslu þingsins, en umsýsla í bókhaldi og hjá
gjaldkera hefur aukist mjög vegna prestssetranna.
Verða nú skoðuð þau mál, sem síðasta kirkjuþing afgreiddi.
15