Gerðir kirkjuþings - 1996, Qupperneq 102
1996
21. KIRKJUÞING
2. mál
B) Kirkjubyggingasjóður, ársreikningur 1995.
Reikningurinn er áritaður af stjóm og ríkisendurskoðun. Á árinu 1995 nam hagnaður af
rekstri kirkjubyggingasjóðs samkvæmt rekstrarreikningi 5,3 milljónum króna. Fjár-
munatekjur hækkuðu um 1,5 milljónir króna eða um 21,3%. Eigið fé samkvæmt efna-
hagsreikningi nam 87,2 milljónum króna sem er 7,9 milljóna króna aukning frá árinu á
undan. í árslok 1995 voru óhafnar lánveitingar að fjárhæð 10 milljónir króna er komu til
útborgunar á árinu 1996. Einu tekjur sjóðsins eru íjármunatekjur.
C) Hinn almenni kirkjusjóður, ársreikningur 1995
Reikningurinn er gerður á hinu óaðgengilega formi Reikningsskila Ríkisins og áritaður
af bókara og biskupsritara f.h. biskups. Tekjur sjóðsins em eingöngu ljármunatekjur
sem námu skv. rekstrarreikningi 2,6 milljónum króna. Tekjur umfram gjöld námu 540
þúsund krónum. Bókfærð eign sjóðsins í árslok 1995 nam 34,7 milljónum króna. Inn-
eign Strandarkirkju hjá sjóðnum nam 27,5 milljónum króna. Höfuðstóll sjóðsins í árs-
lok nam 7,1 milljón króna.
D) Strandarkirkja í Selvogi, ársreikningur 1995.
Ársreikningurinn er gerður af Bókhalds- og skrifstofuþjónustunni hf. Þorlákshöfn og er
bæði fyrir kirkjugarð og kirkju. Tekjur Strandarkirkju námu 4,2 milljónum króna. Þar af
voru gjafír og áheit að upphæð 1,6 milljónir króna og vaxtatekjur að upphæð 2 milljónir
króna. Eigið fé nam í árslok 66 milljónum króna. Reikningnum fylgir ítarleg eignaskrá.
E) Ýmsir sjóðir í vörslu Biskupsstofu, ársreikningur 1995.
Ársreikningurinn er gerður á reikningskilaform ríkisins áritaður af bókara og biskups-
ritara f.h. biskups. Fjármunatekjur sjóðanna námu 4,5 milljónum króna. Heildar eign
sjóðanna er 58 milljónir króna. Fjárhagsnefnd óskaði effir því við biskupsritara að stofn-
skrár og reglugerðir allra sjóðanna yrði komið til kirkjuráðs ásamt tæmandi skrá yfir
sjóðina fyrir næsta kirkjuráðsfúnd. Fjárhagsnefnd beinir þeim tilmælum til kirkjuráðs að
það láti gera heildar skrá yfir sjóðina ásamt hlutverki og jafnframt að sjá til þess að
stjómir sjóðanna séu rétt skipaðar og að þær áriti ásamt endurskoðanda sjóðaskrá-
setningarformið. Þessar áritanir vantar allar.
F) Skálholtsstaður, ársreikningur 1995.
Ársreikningurinn er gerður af Bjama Jónssyni löggiltum endurskoðanda. Óáritaður að
öðm leyti. Rekstrartekjur námu 26,6 milljónum króna, þær lækka um 8 milljónir króna
frá fyrra ári. Tekjur af aðgangseyri og kortasölu nam 808 þúsund krónum, sem er um
20% lækkun á milli ára. Þessi liður er aðeins 0.3% af tekjum, sem bendir á nauðsyn
þjónustumiðstöðvar fyrir gesti staðarins í samræmi við ályktun kirkjuþings frá 1993.
Rétt þykir að benda á svohljóðandi ályktun kirkjuþings 1993: “Athugað verði með
hvaða hætti megi afla Skálholtskirkju tekna vegna afnota hennar við tónleikahald og
aðra menningarstarfsemi”. I reikningi kemur ffam að kostnaður við sumartónleika árið
1995 nemur 1,7 milljónum króna og engar tekjur koma þar á móti. Rekstrarafgangur
ársins er 2,2 milljónir króna. Eigið fé er 68,9 milljónir króna.
G) Skálholtsskóli, ársreikningur 1995.
Ársreikningurinn er gerður af Bjama Jónssyni löggiltum endurskoðanda. Óáritaður að
öðru leyti. Rekstrartekjur er 21,6 milljónir króna. Rekstrartap ársins er 1,3 milljónir.
Eigið fé er öfugt um 4,8 milljónir króna. Fylgiskjal með reikningnum er reikningur
99