Gerðir kirkjuþings - 1996, Síða 281
1996
27. KIRKJUÞING
ÞINGSLIT
Þau eru nú orðin tuttugu og sjö að baki. Mikill munur birtist, þegar saga þeirra allra er
skoðuð. Fyrst voru þau haldin annað hvert ár - og þótti nóg. Mál voru lögð fram og
þau voru rædd, eins og núna, en breytingin á kirkjunni. hag hennar og skipulagi, að
ógleymdu því, sem hæst hefur borið í umfjöllun um þetta þing, peningamálin. voru
tengdari því, sem fyrr var látið sér nægja, heldur en hinu, sem samtíminn telur
sjálfsagt og eðlilegt og gerir kröfur til, og mótar því störf þinganna.
Þetta tuttugasta og sjöunda kirkjuþing á því herrans ári 1996 sýnir marga fleti,
þegar við skoðum málaskrána. Þau hafa ekki öll náð athygli þjóðarinnar með þeirri
hjálp íjölmiðla. sem svo mikið er undir komið í dag. Og þótt ég hafi sagt, að fjármálin
spegli breytingu áranna hvað greinilegast og móti þar með þetta þing umffam annað,
þá er ég ekkert viss um það, að það séu þau, sem hæst muni rísa, þegar einhver skoðar
verk okkar í framtíðinni. Eða hvort er þýðingameira að skoða færslur í reikningum eða
velta fyrir sér, hvað sungið verður af þeim bömum sem nú eru að vaxa úr grasi og
hvaða bænir þau læra, - ef þá nokkrar? Hvort er þýðingameira að velta fyrir sér
kirkjueignum og vörslu þeirra eða sölu - eða skoða þann svip, sem kirkjan snýr að
þeim, sem skákað hefur verið í jaðarbyggð mannlífsins vegna þess, að þeir eru
öðmvísi en fjöldinn, svo að hvatir þeirra leiða þá annað? Hvort er meira virði, þegar
nógu hár hóll er klifmn til að veita víðsýni til allra átta, að velta fyrir sér hraða
fjárstreymis í fjölmörgum sjóðum, eða að kanna möguleika þess að veita dauðvona
skjól í kærleikshúsi friðarins?
Og samt segi ég það enn og hika ekki við þá fullyrðingu, að þetta þing hinnar
íslensku þjóðkirkju er umfram allt sérstakt fyrir það, að meira hefur verið lagt á borð
kirkjuþingsmanna af reikningum, af yfirliti yfir fjármál og stöðu þessara mála hjá
þeim trúnaðarmönnum kirkjunnar, sem um þau ber að sýsla en nokkm sinni fyrr. Lít
til baka, ef þú efast um það, að hér séu staðreyndir bomar ffam og skoðaðu gjörðir
kirkjuþings ffá einhveiju ári. Og þú þarff ekki einu sinni að fara svo ýkja langt til baka
til þess að átta þig á því, að fleiri þessara þátta hafa verið kynntir fyrir
kirkjuþingsmönnum nú en nokkm sinni áður.
Enda erum við vel minnug ágæts ávarps kirkjumálaráðherrans á þriðjudaginn var,
þegar hann fjallaði um sjálfstæði kirkjunnar og væri ekki síst í því, að hún axlar meir
af ábyrgð fjármála en fyrr og heilu málaflokkamir hafa horfið til okkar á síðustu árum
frá ráðuneytinu. Og svo em menn undrandi - og birta þann furðusvip sinn í
fjölmiðlum yfir því, að það kunni að taka einhvem tíma að átta sig á þessari breytingu
til þeirrar hlítar, að allt sé jafneðlilegt, sjálfsagt og ljóst og helst skyldi vera. Og verður
það þá líka, þegar bamsskóm fyrstu afskiptanna hefur verið skipt fyrir reynsluklossa
þá, sem árin og ábyrgðin leggja fljótlega til.
Biskupsstofa hefur verið vænd um það að vilja ekki leggja spilin á borðið. Hvaða
spil em það? Jú, að hún fari í felur með mál sín og vilji dylja kirkjuþingsmenn. Ekkert
er fjarri sanni og ekkert er frekar fallið til að grafa undan trausti fólks á kirkjunni en
einmitt slíkar fullyrðingar. Biskupsstofa hefur engu að leyna. Biskupinn hefur engar
milljónir, sem hann notar eins og honum líkar best og þurfi hvorki að spyrja kóng né -
já, prest. Það þarf töluvert hugmyndaflug til þess að halda svona nokkm frarn, eða þá
að aðrar kenndir en ímyndunaraflið ráði þeirri hugsun og málflutningi.
Hitt er rétt, að ég sagði annan dag kirkjuþingsins, að það væri ekki venja á
kirkjuþingum, að reikningar biskupsembættisins væm lagðir ffarn. Og það er rétt.
278