Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 48
FJÖLSKYLDUÞJÓNUSTA KIRKJUNNAR
Klapparstígur 25- 27 5. hæð 101 Reykjavík
starfi og þetta á við um starfsfólk FÞK. Enn sem komið er höfum við verið í það góðu
sambandi við okkar skjólstæðinga að til þessa hefur ekki komið. Þetta er
vandmeðfarið og þarf að ræða enn frekar en hér gefst tækifæri til. Þagnarskylda
nær ekki bara til þess sem sagt er heldur og líka nær hún til þeirra upplýsinga um
hvort einhver hafi komið í viðtal eða haft samband. Óþarft er að rifja upp nýleg atvik
innan kirkjunnar þar sem reyndi á síðarnefnda atriðið. Við höldum ekki eftir
persónulegum upplýsingum um fólk og eyðum öllum viðtalspunktum jafnóðum og
viðtölunum lýkur. Hins vegar leyfum við okkur að geyma upplýsingar um aldur,
sveitarfélag (póstnúmer), fjölskyldustærð, hjúskaparstöðu og grófa flokkun á því
hvers konar vanda viðkomandi leitaði með til okkar. Þá erum við forvitin að vita
hvernig fjölskyldan vissi um okkur. Við skrifum ekki skýrslur um skjólstæðinga okkar
og gefum ekki skriflegan vitnisburð til annarra stofnana, fagaðila eða yfirvalda. Við
erum lagalega séð ekki formlegur aðili, hvorki í sáttstarfi með hjónum eða í forsjár-
eða umgengnisdeilum. Hins vegar er bent á okkur þegar sátta er þörf, eins og af
sýslumönnum, og við vinnum með foreldrum í deilum þeirra um börnin, en
ævinlega erum við þar sem tilboð sem foreldrar hafa sjálfir samþykkt að nýta sér án
kvaða.
Skilnaðarráðgiöf
í því sambandi er rétt að undirstrika að við höfum talsvert leitt hugann að því
hvernig staðið er að sáttastarfi meðal presta og hvernig unnið er með foreldrum
sem hafa ekki ná saman um framtíð barnanna. Við skrifuðum ýmsum opinberum
aðilum sem vinna með eða koma nærri forsjár- og umgengnismálum bréf nú í
byrjun ársins og buðum til óformlegra viðræðna. Hingað mættu fulltrúar Dóms- og
kirkjumálaráðuneytis, Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Umboðsmaður
barna, fulltrúi frá Barnaverndarstofu, og Sýslumannsembættinu í Reykjavík, auk
okkar þriggja sem hér starfa í viðtölum, allt reynslumikið fagfólk. Við hittumst
mánaðarlega fram á vor og voru þetta afar gagnlegir fundir og upplýsandi um stöðu
þessara mála sem byggja að mestu á nýju barnalögunum. Einnig leyfðum við
okkur að bera fram framtíðarhugmyndir um betri skipan.
í stuttu máli má segja að við höfum öll verið sammála um nauðsyn þess að við
hjónaskilnað verði að koma til mun fastmótaðri vinnureglur um hvernig beri að
standa að sáttastörfum. Þá þarf einhvern veginn að ná betur utan um
sambúðarfólkið er slítur samvistum og er með börn á framfæri, allt í þeim tilgangi að
tryggja sem best hag og heill barnanna og umgengni þeirra við foreldrana. Við hér
höllumst að því að landslög ættu að kveða skýrt á um það að það væri skylda allra
foreldra er slíta samvistum að mæta í viðtöl og vísum við í góða reynslu annarra
landa af þeirri skipan, t.d. Norðmanna (“mekling”) sem hafa sérstakt Barna- og
fjölskyldumálaráðuneyti sem leggur línurnar skýrt og ákveðið í þessa átt. Hér mætti
hugsa sér viðurkenndar sáttastofnanir er tækju að sér sáttastörfin og væri
samvinnuverkefni í hverju héraði með sérmenntuðu fagfólki (presti, félagsráðgjafa,
23.9.1996
45