Gerðir kirkjuþings - 1996, Síða 131
15.10.1996
Greinarqerð um samkynhneiqð oq kirkju________-14-
og konur) njóta stuðnings þess kærleika sem bindur allt saman.
Próf. Beverly Wildung Harrison hefur dregið upp trúverðuga
mynd af því að samband sé milli kvenhaturs og homofóbíu eða fælni í
garð samkynhneigðra. Hún bendir á þá tilhneigingu í kristinni guðfræði
að vanrækja, horfa framhjá eða líta niður á líkamann. Líkaminn varð
eitthvað lægra og óæðra, jafnvel eitthvað dýrslegt og talinn samofnari
lífi kvenna og samkynhneigðra, en karla, sem var eignaður andinn og
skynsemin. Rétt siðferði næst aldrei í samskiptum karla og kvenna
innan kristninnar, að hennar mati, fyrr en þetta sjónarmið, sem miðaði
að því að halda konum á sínum stað, verði viðurkennt sem kvenhatur
(misogyni). Þessi viðleitni að hafa stjórn á konum, sem hóp, hefur
mótað afstöðuna til kynhneigðar og andúðin á konum og samkynhneigðu
fólki tengdist andúð á líkamanum að mati Harrison.19
Á síðast liðnum 25 árum hafa frelsishreyfingar kvenna og
samkynhneigðra verið áberandi innan kirknanna og í samfélaginu
almennt bæði hér heima og erlendis. í rauninni er hér um að ræða anga
af svo kallaðri frelsunarguðfræði og um leið réttindabaráttu
minnihlutahópa (cultural politics). Umræðan hefur snúist um vígslu
kvenpresta, sem gekk vel fyrir sig hér á landi, en átök hafa verið um
víða erlendis, lagalegan rétt kvenna til fóstureyðinga, rétt
samkynhneigðra til þess að taka vígslu, sem verið hefur í umræðunni
erlendis.
Þessi umræða tengist kynlífssiðfræðinni (sexual ethics),
merkingu kynhneigðar og kyns, sambandi getnaðar og kynhneigðar og
stöðu kvenna og samkynhneigðra almennt í samfélaginu. Innan kirknanna
hefur þetta leitt til árekstra um vægi hefðbundinnar kynlífssiðfræði í
lífi kristinna manna, eins og þegar hefur komið í Ijós hér á landi.20
Það er ekki auðvelt að skýra þennan árekstur. Umræðan er
stundum hatrömm ef ekki ofsafengin. Leikmannahreyfingin má ekki
19 Beverly Wildung Harrison: Making the Connections, Beacon Press, Boston 1985, bls. 135.
20 Guðmundur Karl Brynjarsson og Ragnar Gunnarsson: Samkynhneigð, snúið mál!, Bjarmi 2. tbl. maí
1996 og Friðrik Ó. Schram: Nú er ráð að gæta að sér, Horsteinn, feb. 1996.
128