Gerðir kirkjuþings - 1996, Blaðsíða 178
-61-
15.10.1996
Greinarqerð um samkynhneiqð oq kirkju
"Allir skulu vera jafnir fyrir lögum án tillits til kynferðis,
trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar,
efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti".
Þetta á t.d. við um þá sem sækja um stöður og embætti, en menn njóta
oft ekki sannmælis sem umsækjendur. Þetta á einnig við um
samkynhneigða og með þessi mannréttindi verður ekki verslað. Þessi
ákvæði eru sem sé komið inn, en þar með er ekki sagt að búið sé að
hrinda þeim í framkvæmd.
í hinni nýju 68. grein sem mælir fyrir um að "engan megi beita
ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð og refsingu". Jón Baldvin
Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra hefur sagt að
"mannréttindayfirlýsingin hafi ekki aðeins að geyma efnisleg réttindi
hún tiltekur einnig að menntun skuli beina í þá átt að þroska
persónuleika einstaklinganna og innræta þeim virðingu fyrir
mannréttindum og mannhelgi". 70
Kirkjan á að vera í fararbroddi í þeim efnum. Mannréttindasáttmálar
knýja á um skyldur manna og umburðarlyndi ekki síður en réttindi.
Allir eiga njóta þeirra jafnt, allir hafa jafnan rétt þótt þeir séu ekki
fæddir jafnir.
Nelson Mandela segir í bók sinni Leiðin til frelsis: "Enginn er fæddur
með hatur til annars manns vegna litarháttar hans, uppruna eða trúar.
Menn verða að læra að hata, og ef þeir geta lært að hata, er hægt að
kenna þeim að elska, því að kærleikur er mannshjartanu eðlilegri en
andstæða hans. Jafnvel við ómannúðlegustu aðstæður í fangelsi, þegar
ég var að þrotum kominn, sá ég bregða fyrir neista mannúðar hjá
einhverjum fangavarðanna, kannski aðeins í svip, en það var nóg til að
sannfæra mig og gefa mér þrek. Góðvild mannsins er logi sem unnt er að
fela, en hann slokknar aldrei"7i
Markviss útgáfa og kynning á mannréttindasamþykktum er forsenda
70 Mannréttindi kvenna, útg. Utanríkisráóuneytið, feb. 1995, bls. 7 & 5.
71 Grein Njaröar P. Njarðvík: Löng leið til frelsis, Mbl. 4. mars 1995, bls. 30.
175