Gerðir kirkjuþings - 1996, Síða 282
1996
27. KIRKJUÞING
Slíkt hefur ekki tíðkast. En það er ekki hið sama og að halda því fram, að engar
breytingar komi til mála eða allar breytingar séu slæmar. Langt, langt í frá. Og
reikningar hafa verið lagðir fram. Hinn nýi fjármálastjóri hefur setið við tölvu sína
flestar stundir þessarar viku til þess að leggja fyrir okkur alla þessa reikninga og hefur
setið fundi fjármálanefhdar til þess að veita sem gleggstar útskýringar. Og svona á
þetta vitanlega að vera. Hvers vegna þetta var ekki gert fyrr, getur hver sem vill gefið
sér svar, en sannleikurinn er sá, að svo var ég fastur í fýrri hefðum, að ég áttaði mig
ekki á því, að breytingamar mundu ná til alls og ekkert vera undan skilið.
Samt kýs ég að leggja áherslu á það, að kirkjuþing hefur ekki forráðaréttinn yfir
embætti biskups og heldur ekki forsjárréttinn. Það voru lögð fram skýringarrit á þessu
þingi og þar er unnt að gera sér grein fyrir skipulagi á málefnum kirkjunnar.
Kirkjuþing er orðið miklu valdameira en það var fyrr. Kirkjuráð hefur miklu fleiri mál
til að fjalla um og taka afstöðu til en áður var. Prestastefnan hefðbundna, sveipuð
sögulegum bjarma mikillar virðingar er enn nauðsynleg, enda þótt hún hafi ekki alltaf
risið hátt eins og t.d. þegar svo fáir prestar brugðust við kalli biskups síns, að hann
fundaði með þeim heima í stofunni hjá sér. En hvorki kirkjuþing né kirkjuráð, að ég
nú ekki tali um biskupinn, óskar eftir því að ganga ffam hjá rétti presta til að fjalla um
þau mál, sem eðlilegt, sjálfsagt og æskilegt er og lagaleg skylda býður, að tekin séu til
meðferðar. En tilveran er aldrei einföld og atburðarás er heldur ekki njörvuð niður í
þægilegar einingar. Kirkjuþing vísar málum til prestastefnu og er það sjálfsagt um
suma málaflokka, sem þingið tekur afstöðu til, en það þýðir alls ekki, að kirkjuþingið
megi ekki fjalla um þessi mál nema prestastefna heimili eða hafi fyrr tekið afstöðu til
þeirra.
Breytingar hafa átt sér stað. Breytingar munu eiga sér stað. Það er mikill munur á
þeirri heimsmynd, sem við sáum við lestur Kronikubóka, er leiddu ffam þá feðga
Davíð og Salómon, og samtíma okkar. En samt er gott og hollt fyrir okkur að kynnast
þessum heimi og við getum margt af honum lært. Sumt til eftirbreytni, en annað til að
forðast. Rétt eins og gerist og gengur enn í dag. En minnug skyldum við vera þess
rauða þráðar, sem gengur þar skýr í gegn: Lýðurinn á að lúta Guði feðranna og Guði
þeirra sjálffa. Þjóðin verður því aðeins sterk og voldug, að hún feti þá stigu, sem Guði
eru þóknanlegir. Höfðingjar lýðs og konungar fengu ekki allt, sem þá dreymdi um.
Davíð fékk ekki að reisa Guði musterið, Salómon bað um visku og vit og fékk í
kaupbæti auðæfi og völd. Við vitum ekki frekar en þeir, hvemig Guð mun endanlega
leika okkur eða hvert hann kann að leiða okkur. En svo sem lýður Israelíta átti sér
aðeins von í samstöðu og einbeitingu samstillts vilja, á hið sama við um þann útvalda
lýð Guðs í dag, sem er kirkja Krists.
Og hver er tilgangur með kirkjuþingi? Að fjalla um mál, þiggja skýrslur og gera
áætlanir um fjármál. Vissulega og eðlilega. En ffamar öllu öðm hvílir sú skylda á
kirkjuþingsmönnum, sem gera kirkjuþingið gott eða lélegt, að þeir beri gæfu til að
snúa bökum saman eins og lýður Guðs í Israel var hvattur til. Einfaldlega fyrir þær
sakir, að sundrung í liðssveitum gerði þær auðvelda bráð óvina. Og er svo enn. Við
erum hermenn Krists. Ekki kallaðir til að vega hvert annað, heldur til að verja hvert
annað, styðja hvert annað og leitast við, með því að samstilla huga sem fót og hönd,
að gera kirkjuna sterkari og þing hennar áhrifameiri.
Ekki svo, að allt sé undir okkur komið. Við erum réttlætt af trú, en verkin eiga að
fylgja. Við byggjum okkur engan stiga til að klifra sjálf í hæstu hæðir. Sá blekkir sig
til böls, sem lítur sjálfan sig upphafmn og voldugan. Okkur ber sem Jesaja að óttast
279