Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 17
1996
21. KIRKJUÞING
1. mál
SKÝRSLA BISKUPS OG KIRKJURÁÐS
Flutt af kirkjuráði
Frsm. herra Ólafur Skúlason. biskup.
Á liðnu ári hefur kirkjuráð haldið 12 fundi, þar af stóð einn í t\’o daga.
Viðfangsefni ráðsins mótast annars vegar af því, sem kirkjuþing hefur samþykkt og
falið því og biskupi að vinna að og hins vegar eru mál, sem biskup eða aðrir
kirkjuráðsmenn bera fram. Til viðbótar eru vitanlega margs konar erindi, sem
kirkjuráði berast bæði frá prestum og söfnuðum sem og öðrum þeim, sem telja sig
eiga nokkuð undir viðbrögðum og undirtektum þessarar æðstu stofnunar kirkjunnar.
Einn fundur ráðsins var að venju haldinn í Skálholti þar sem málefhi staðarins.
kirkju, skóla og býlis voru til umræðu. En málefhi Skálholts eru ævinlega
umfangsmikil á fundum kirkjuráðs, enda sérstaða staðarins og stofhana hans varðandi
kirkjuráð skýrt affnörkuð. Annar fundur var haldinn á Löngumýri í Skagafirði og þar
var fjallað um málefni Löngumýrar og Hóla. Vígslubiskupar mæta, þegar fjallað er
sérstaklega um málefni stólanna og fylgja skýrslur þeirra um málefhi staða og
viðfangsefhi.
Hér verður leitast við að greina frá því helsta, sem kirkjuráð hefur fjallað um
og allar afgreiðslur tíundaðar. Af öðru því, sem ráðsmenn ræða um án þess formleg
afgreiðsla fýlgi, fer færri sögum. En vitanlega leitast kirkjuráð við að hafa fingur
áhuga á slagæð líkama Krists, sem er kirkja hans á Islandi. Þau mál, sem hæst hafa
borið í þjóðarumræðunni og snertu kirkjuna og einstaka þjóna hennar. hafa því
vitanlega verið til umræðu á fundum kirkjuráðs.
En vel megum við vita það og viðurkenna, að íslenska þjóðkirkjan er ekki hin
eina stofnun, sem falin er forsjá Heilags anda og fær yfir sig boðaköst og jafnvel þau
viðbrögð, sem úrsögn túlkar. Norðurlanda kirkjumar hafa kynnst hinu sama, með
þeirri undantekningu þó, að fmnska þjóðkirkjan hefur fengið marga þá til baka, sem
fyrr snéru við henni bakinu. Á Bretlandi hafa verið mikil átök og heilu hópar presta
hafa fært sig milli kirkjudeilda, þá aðallega úr Ensku biskupakirkjunni og yfir í hina
Rómversk katólsku.
Þetta er ekki sagt til hvatningar þess, að við stingum höfði í sand að hætti
strútsins og látumst ekki sjá eða túlka viðbrögð einstaklinga gagnvart starfi kirkjunnar
og stétt klerka. Þessi vandi hefur vitanlega komið til umræðu á fundum kirkjuráðs,
hvort heldur í beinni umræðu eða yfir kaffibolla í fundarhléi. Kirkjuráð hefur haft
þungar áhyggjur af því, sem fjölmiðlar hafa kosið að matreiða af ótrúlegum áhuga og
telst til þeirra þátta, sem neikvæðnin einkennir. Fer ekki milli mála, að kirkjan er
eftirsótt af þeim, sem vilja leitast við að henda orð á lofti, leggja út af og fá viðbrögð,
14