Gerðir kirkjuþings - 1996, Qupperneq 9
„Fyrirgef oss“ er því ekki síður ákall kristins manns heldur en himinþökk í háleitri fullvissu
um nálægð Drottins. „Ónýtir þjónar“ erum vér, var forðum sagt og ætti aldrei að vera íjarri
huga þess, sem gengið hefur fram fyrir skjöldu til að vísa öðrum leið að borði Drottins eða
inn fyrir þær dyr, sem honum eru vígðar.
Við köllum þessa andstöðu við vilja Guðs eða blindni, sem fær okkur til að túlka svo sem
okkur sjálfum kann að virðast heppilegast hverju sinni, einfaldlega synd. Hún er það sem
spillir og sundrar. Hverju? Jú, þessu samfélagi í líkama Krists, sem er kirkjan og mennimir
eru þar af leiðandi hluti af. Syndin grefur gjá í milli þess, sem lýtur ofúrvaldi hennar og þess,
sem kallað hefur verið hið góða, fagra og fullkomna. En það eitt er Guði þóknanlegt, sem
bætir og fegrar og miðar að því, að ná svo langt sem auðið er til að gera hvem þátt góðan og
hverja viðleitni betri en fyrr var. Með blygðan hljóta flestir, sem sjá sjálfa sig af einhverri
viðleitni hollustunnar með augum Guðs, að verða að viðurkenna, hversu mikið skortir á að
þessu markmiði sé náð.
Jafnvel þeir, sem næst Jesú gengu á jarðvistardögum voru blindaðir af eigin huga, eigin
metnaði og eigin forréttindum. Jesús þurfti að áminna þá og benda þeim á það, að hlutverk
hans væri að líða og þjást og loks að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga, og spurði hvort
þeir væm þess umkomnir að ganga fast við hlið hans á þeirri píslargöngu. Svo sem
lærisveinar og postular létu eigin vilja leiða sig afvega, hafa kynslóðir manna kynnst hinu
sama. Og skyldum við ekki þekkja það líka? Við sem erum kölluð til forystu í kirkju Krists á
íslandi og sitjum kirkjuþing og fjöllum um mál, sem kirkjuna snerta og skipta miklu? Skyldi
ekki nokkur sök einnig finnast í okkar garði, þegar blindnin leiðir afvega og sjálfshylling
skyggir á hinn hæsta?
Og ekki aðeins við, sem nú göngum til starfa á 27. kirkjuþinginu og höfum í huga erfiðar
stundir og dimma daga frá því síðast var hér slitið fundi. Og þá ekki aðeins hið ytra, þá við
minnumst hörmunganna, sem dundu yfir Flateyri í snjóskriðum og manntjóni á þeim síðasta
degi þingsins í fyrra. Við minnumst einnig átaka, sem fjölmiðlar hafa flokkað undir deilur og
orðið þess valdandi, að fleiri hafa horfið úr skjóli kirkjunnar í ár en fyrr hefur tíðkast. Já, sagt
skilið við þetta samfélag um trú og þetta samfélag elskunnar, af því að það sá ekki nógu heita
og sanna trú og varð ekki vart við vermandi yl kærleikans. Og er okkur öllum áminning og
ekki aðeins þeim, sem helst hafa verið nefndir til sögu þessara sorgarmála.
En maðurinn er löngum samur við sig og viðbrögð breytast ekki, né hverfa að heldur hin
hörðu orðin. Það hefur verið eitt aðalviðfangsefni lúterskra manna í samtökum sínum og
kaþólskra leiðtoga að leita leiða til þess að upphelja og eyða fordæmingum þeim, sem fylgdu
átökum hinnar 16. aldar. Þótti það viðeigandi að nýta áminningu þessa árs, en nú eru fjögur
hundruð og fimmtíu ár frá andláti Marteins Lúters, til þess að leggja smyrsl að und þeirra
átakatíma með því að viðurkenna það, sem rétt var og satt í málflutningi hvors aðila um sig
en hætta að einblína á það, sem skildi að og frekar horfa fram hjá því. Og algjörlega að má
það út, þegar átök kölluðu það fram, sem betur hefði verið ósagt. Og það skorti ekki, að
menn legðu sig alla fram. Það vantaði heldur ekki, að á stórum stundum væri fjálglega talað
um nauðsyn þess, að hönd væri rétt fram til sátta, en krepptur hnefi hyrfi af sviði. Og samt
tókst þetta ekki. Enn eru orðin þungu á bókum og enn eru röksemdarfærslur við lýði, sem
beinast frekar að því að finna að framsetningu mótaðila en leita sameiginlegs farvegs fyrir
Orð Guðs og styrks í því að feta saman torsótta leið, sem himnar þó helga.
Enn eru fordæmingamar óhaggaðar á bókum og enn hvílir bannfæring yfir höfði Lúters
fjögur hundruð og fímmtíu árum eftir andlát hans, og það jafnvel þótt kenningar hans séu nú
virtar af prelátum í Róm og títt sé til hans vitnað, hafði jafnvel verið vonast til þess, að í ferð
páfa um Þýskaland í sumar, mundi hann leggja leið sína á þá staði, sem metnir eru að
verðleikum vegna þess, að þar starfaði Lúter og þýddi m.a. heilagt orð á þýska tungu. En Páll
páfi kom ekki í Wartburg og áði ekki í Wittenberg og enn er bannfæring á blöðum. Fylgdi þó
6