Gerðir kirkjuþings - 1996, Síða 10
fregnum, að sá pólski páfi hefði sjálfur haft fullan hug á því að vitja þessara staða og vildi
gjaman sjá glærur bannfæringar breytast í viðurkenningu. En hann hafði ekki megnað að láta
eigin vilja einan ráða, þar sem andstaða var í flokki þeirra, sem næstir stóðu eða í móti
skyldu taka.
Og eftirtektarvert þótti mér það þá líka á stjómarfundi Lúterska heimssambandsins í síðasta
mánuði, þegar leitast skyldi við að samræma túlkun í texta á kjamaboðun siðbótarinnar um
réttlætingu af trú, að fulltrúi Vatikansins var nær meiri hluta fundarmanna í skoðun á því,
hvað fælist í þessu fyrirheiti. En það voru innbyrðis átök fulltrúa hinna ýmsu lútersku kirkna,
sem komu í veg fyrir, að samstaða næðist og enn yrði að boða til aukafundar í leit að
ásættanlegum texta.
En eitt þeirra mála, sem þetta kirkjuþing þarf að taka afstöðu til, er einmitt tillaga að svari
okkar við framsetningu um kenninguna um réttlætingu af trú. En hinn endanlegi texti, sem
svar okkar hefði þó átt að miðast við, er því miður ekki tilbúinn og verður ekki fyrr en á
næsta ári, ef Guð lofar þá, og verður síðan iagður fyrir hið mikla þing í Hong Kong næsta
sumar. En mér þótti sjálfgefið, að við ræddum þetta svar okkar núna, jafnvel þótt um
bráðabirgðalausn sé að ræða. En endanleg afgreiðsla mun ekki nást fyrr en á prestastefnu að
sumri og næsta kirkjuþingi.
Nei, mennimir takast á og kirkjur deila, hvort heldur innbyrðis eða hverjar við aðra. Því
veldur hofmóður manna oft á tíðum, sem er ein hinna lævísu árása, sem við rekjum til
syndarinnar.
Það em góð tíðindi, að allt er ekki á hina sömu lund. I fyrra samþykkti 26. kirkjuþing
samkomulag lúterskra kirkna á Norðurlöndum og Eystrasalti við anglikönsku kirkjur
Bretlands og Islands um nánari samfélag og gagnkvæma viðurkenningu á vígslum og
helgisiðum. Það vom stórar stundir í Þrándheimi og í Tallinn, þegar gengið var til
undirskrifta undir þennan sáttmála. Það var bros á hvers manns brá og von speglaðist í auga
um það, að nú væri verið að stíga stórt skref í átt til þeirrar stundar, er kristnir menn bera
gæfu til að rétta fram bróðurhönd og systurfaðm til styrktar samstöðu og til að vera betur
sannfærandi í hollustu sinni við hinn upprisna Drottin. Sú hollusta er ekki fólgin í orðum
einum, það vitum við vel, en orð túlka vilja. Nú er það framkvæmdin, sem beðið er effir og
skiptir um flest jafnvel enn meira máli en orðafjöld og samþykktamagn.
Nýhafið kirkjuþing mun taka á mörgum málum, sem valda breytingu á stöðu kirkjunnar og
afstöðu til ríkisvaldsins. Sífellt fleiri mál hafa verið færð til forsjár á biskupsstofu frá
ráðuneyti. Enn er tekist á um hið mikla mál, sem við höfum nefnt stöðu, stjóm og starfshætti
kirkjunnar. Og nú gefst kostur á því að skoða, hvaða áhrif hafa fýlgt stofnun
kirkjumálasjóðsins, en honum ber að styrkja og sinna hinum margvíslegustu málefnum frá
prestssetrum til tónlistarmála kirkjunnar og þjálfunar kandidata og kemur allt til umfjöllunar
þingsins. Þá skal því ekki gleymt, að þýðingarmikil áfangaskýrsla kirkjueignanefndar verður
einnig lögð hér fram til umræðna og afstöðu. Það em að vísu vonbrigði að enn er aðeins um
áfangaskýrslu að ræða, en ýmiss góð teikn em á lofti um það, að nú sé ekki langt í það, að
samstaða náist. Hafa tvær fýlkingar starfað að þessu máli og í bróðemi, annars vegar fulltrúar
kirkjunnar og hins vegar ráðuneytisstjórar þeirra ráðuneyta, sem helst hafa komið við sögu á
þessu sviði. Og þótt ég tali um fylkingar, þá vildi ég heldur taka mér það orð í munn, að engir
séu þeir andstæðingar, heldur aðilar, sem leitast við að fmna farsæla lausn.
Kirkjuþings bíða mörg mál og koma dag hvem í ljós. Þannig hefur það verið á þeim tuttugu
og sex þingum, sem haldin hafa verið á undan þessu. Bók kemur nú út í vetur, þar sem rakin
er saga þessara þinga og reifuð verk kirkjuráðs rituð af séra Magnúsi Guðjónssyni,
fýrrverandi biskupsritara og kann ég honum þakkir fýrir það, sem og þau önnur störf, er hann
hefur sinnt af hollustu við kirkju sína og biskupa. Hygg ég, að mörgum muni koma á óvart,
hve víða kirkjuþing hefur lagt sitt fram og hversu mörg mál hafa átt hér upphaf sitt, þótt aðrir
hafi síðar tekið upp á sína arma og borið fram. Þá verður einnig kirkjuþingsmanna getið og
myndir birtast.
7