Gerðir kirkjuþings - 1996, Blaðsíða 24
1996
27. KIRKJUÞING
1. mál
kröfur hvers tíma. Húsafriðunamefnd er því hvött til þess að endurskoða afstöðu sína
og því er ennffemur beint til Alþings, að sá kafli Þjóðminjalaga, er lýtur að vemdun
kirkna, verði endurskoðaður í samráði við kirkjuna.”
Hátíðahöldin hefjast laugardaginn 26. október og hátíðarmessa verður á
sunnudeginum, þar sem biskup Kaupmannahafnar, herra Erik Norman Svendsen
flytur ræðu. Mikið verk um sögu Dómkirkjunnar kemur út um afmælishelgina skráð
af séra Þóri Stephensen.
Kirkjueignanefnd.
Undir nýrri forystu séra Þorbjamar Hlyns Ámasonar hefur kirkjueignanefnd leitast við
að ljúka störfum sínum. Hún lagði ffarn bókun 12. október í fyrra og á fundi 10. þ.m.
lögðu ráðuneytisstjóramir fram gagntilboð, sem kirkjuhluti nefndarinnar telur jákvætt
innlegg til lausnar málsins. Næsti fundur er fyrirhugaður 8. nóv. en umfangsmikil
skýrsla um störf nefndarinnar er hér lögð fýrir kirkjuþing.
Bygginga og listanefnd kirkjunnar
tók til starfa þegar eftir að kirkjuþing hafði samþykkt starfsreglur fýrir þennan nýja
umsjónaraðila með byggingarffamkvæmdum safnaða. En eins og kirkjuþing minnist
var gefist upp á því að bíða eftir umfjöllun Alþingis um frumvarp kirkjuþinga um
kirkjubyggingar. Fær nefhdin allar umsóknir um nýsmíði og veigamiklar endurbætur
á kirkjum og safiiaðarheimilum til umsagnar og könnunar og leggur vandaðar
greinargerðir fyrir kirkjuráð, áður en kemur að úthlutun úr sjóðum kirkjunnar. í
greinargerð nefiidarinnar er bæði fjallað um teikningar, ffamkvæmdaáætlun og
ij ármö gnunarmö guleika.
Húsameistari ríkisins hefur rætt við biskup og embættismenn á biskupsstofu
um möguleika þess, að ráðinn verði arkitekt til kirkjunnar nú þegar embætti
húsameistara ríkisins verður lagt niður. Sami maður gæti þá hugsanlega orðið
framkvæmdastjóri bygginga og listanefndar og ráðgefandi um kirkjubyggingar og
kirkjur almennt. Gæti hann einnig komið að málum varðandi prestssetur.
Sérstök byggingardeild verður sett upp við forsætisráðuneytið og athuga þarf,
hvort kirkjan getur orðið aðili að henni, í það minnsta til að byrja með, meðan þær
breytingar eru gaumgæfðar, sem fýlgja því, að embætti húsameistara ríkisins verður
lagt niður.
Málefni samkynhneigðra.
Aformað hafði verið að lögð yrði greinargerð fyrir síðasta kirkjuþing um málefni
samkynhneigðra og hugsanlega einnig tillögur. Nefndinni vannst því miður ekki tími
til að afgreiða málið og sagði öll af sér.
Kirkjuráð skipaði síðan nýja nefnd undir forystu séra Ólafs Odds Jónssonar og hefur
hún unnið af krafti að málinu eins og meðfýlgjandi skýrsla sannar. Er nauðsynlegt
fyrir kirkjuþing að taka af alvöru á þessu máli eins og öðru því, sem lagt er fýrir það.
En málaleitan dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um umfjöllun kirkjunnar um
álitaefhi, sem snerta málefni samkynhneigðra, svaraði biskup á þá lund, að ekki bæri
að setja í lög ákvæði um kirkjulega vígslu fyrir samkynhneigða, en hins vegar væri
það hlutverk kirkjunnar að leita sátta með fólki og veita því sálgæslu. Féllst kirkjuráð
á þessa bráðabirgða úrlausn biskups.
21