Gerðir kirkjuþings - 1996, Síða 43
FJÖLSKYLDUÞJÓNUSTA KIRKJUNNAR
Klapparstígur25-27 5. hæð 101 Reykjavík
styðja fjölskyldur í sínum sóknum. Margar greinar eru á þeim meiði. Sáigæsluviðtöl
verða áfram í verkahring starfsfólks kirkjunnar, sérstaklega presta og nú einnig
djákna. Tímabundin ráðgjöf eins og FÞK innir af hendi sóknarbörnum til handa er
hluti af eðlilegri leiðsögn og líknarþjónustu. Hvað sem líður styrkveitingum annarra
viljum við sem kristin kirkja styrkja þá mikilvægu einingu sem fjölskyldan er og FÞK
er ein grein af fjölskyldustefnu kirkjunnar og sýnilegum stuðningi hennar.
Verkfæri kirkiunnar
Fjölskylduráðgjöf hvar sem hún er stunduð byggir á hugmyndafræðilegum grunni,
eins og þeirri spurningu hvernig maðurinn (nota um bæði kynin) mótast, hvað áhrif
umhverfið hefur á hann, uppeldi, viðhorf, hvaða líkamlega eiginleika hann erfi og
ekki síst hvernig líf mannsins breytist. Margur þráir að lífið breytist hjá sér á ýmsa
vegu, vilja bæta samskiptin innan fjölskyldunnar, auka sína vellíðan, finna ástúð og
hlýju hjá sínum nánustu, svo fátt eitt sé nefnt sem fólk telur til grunngilda eðlilegra
og heilbrigðra samskipta á sérhverju heimili. Hvernig mætum við þessari ósk og
þrá fólksins? Er nokkuð unnt að hafa áhrif á lífsmynstur, lífstefnu, viðmót, og annað
sem allir lifa í og hafa tileinkað sér leynt eða Ijóst?
Kirkjan á sín verkfæri og bendir gjarnan á orðið og sakramentin. Þeim er miðlað af
fólki, er eitt meginhlutverk presta, og prestar vita að við breytum ekki svo
auðveldlega lífi fólks frekar en aðrir þótt verkfæri okkar séu einstök. Oft á tíðum þarf
til að byrja með að nálgast fólk með öðrum hætti, mæta þeim í þeim aðstæðum sem
það býr við þá stundina, hittast augliti til auglitis á grunni samskipta þar sem
sóknarbarnið fær að tjá hug sinn. Það er slíku samhengi, í trúnaðarsamtali, beinum
tengslum, í hreinskilni og af einurð sem einstaklingar og fjölskyldur koma og leggja
sitt líf fram til skoðunar í trausti þess að á það sé hlustað og líf þess metið eins og
það er. Þannig skapast grundvöllur til að tala um breytingar og að veita viðtöku
boðskapnum um sátt og fyrirgefningu, að heyra og nema um mannlegan mátt og
vanmátt og um kraft Guðs til allra góðra verka.
Veigamikið verkfæri allra starfsmanna kirkjunnar er ekki hvað síst framkoma þeirra
og viðmót gagnvart sóknarbörnum sínum. Söfnuður er náskyldur fjölskyldunni að
uppbyggingu og margt er líkt með hvoru tveggja. Við tölum um sóknarbörn og
prestar eru á erlendum tungumálum oft nefndir “feður”. Við syngjum “Kirkjan er oss
kristnum móðir” og Jesús kenndi okkur að ávarpa Guð með orðunum “faðir vor”.
“Nema þér snúið við og verðið eins og börn...” sagði hann líka. Líkingar hans og
boðskapur var oft sóttur með skírskotun til fjölskyldulífs. Margir vænta þess að
kirkjan sé sem fyrirmyndarfjölskylda og reiknar með að mæta sams konar skilningi
hjá starfsfólki kirkjunnar og hjá sínum nánustu. Væntingar sóknarbarnanna geta
stundum verið óréttmætar og enginn kemur fyllilega í stað fjölskyldunnar. Vert er
samt að íhuga að heilnæmt uppbyggilegt safnaðarstarf er um leið stuðningur við
heilbrigt fjölskyldulíf og öfugt. Eitt eflir þar annað og eitt er fyrirmynd hins.
23.9.1996
40