Gerðir kirkjuþings - 1996, Síða 110
1996
27. KIRKJUÞING
5. mál
II. MEGINHUGMYNDIR
A. Nefndin leggur til að frumvarp til laga um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar og frumvarp til laga um veitingu prestakalla verði að einu frumvarpi
undir heitinu ffumvarp til laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar.
Helstu röksemdir: Nefndin telur eðlilegt og til hægðarauka að leggja fram eitt
lagafrumvarp í stað tveggja, auk þess sem efnisatriði í frumvarpi til laga um veitingu
prestakalla falli vel inn í ffumvarp til laga um stöðu, stjóm og starfshætti kirkjunnar.
Gert er ráð fyrir að efni fh7. til laga um veitingu prestakalla komi inn í kafla um val á
sóknarpresti.
B. Varðandi ráðningarfyrirkomulag sóknarpresta og val á sóknarpresti hefur
nefndin rætt um eftirfarandi atriði:
1. Að prestar verði settir til eins árs til að byrja með þegar þeir taki við nýju
prestakalli, en að ári liðnu verði þeir skipaðir í embættið, ótímabundið, nema fullur
þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbama í prestakallinu óski þess skriflega að
prestakallið verði auglýst laust til umsóknar.
2. Veiting prestakalla verði með þeim hætti að þegar prestakall losni sæki þeir
sem áhuga hafi um til biskups, sem sendir umsóknir til sérstakrar stöðunefndar, sem
fjallar um umsóknir og metur viðkomandi aðila eftir sérstökum reglum, þ.e. með
hliðsjón af menntun, ffamhaldsnámi og starfsferli svo og öðrum atriðum sem nefndin
telur máli skipta. Nefndin raðar síðan hæfustu umsækjendunum í sæti, 1-3, effir hæfni.
Kjörmenn í viðkomandi sókn kjósa síðan á milli þessara þriggja aðila og ekki annarra.
Sama á við ef efnt verður til almennrar kosningar.
3. Nefndin leggur til að ákvæði um köllun verði með öllu afnumin. Þegar sú
staða kemur upp að enginn hefur sótt um laust prestakall setur biskup prest til að
gegna prestþjónustu í viðkomandi prestakalli í allt að eitt ár. Að þeim tíma liðnum
skal prestakallið auglýst að nýju.
Helstu röksemdir:
1. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996
eru prestar skipaðir til fimm ára. Þeir prestar sem skipaður eru á grundvelli þeirra laga
gætu átt von á því að prestakall þeirra yrði auglýst laust til umsóknar á fimm ára ffesti.
Nefndin telur eðlilegt að tryggja festu varðandi ráðningar presta, enda
ráðningarfýrirkomulag þeirra sérstætt á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna leggur
nefhdin til að skipun presta í embætti verði ótímabundin. Hins vegar verði prestur
ávallt settur til eins árs þegar hann tekur við nýju prestakalli, og geti því átt von á því
að embættið verði auglýst laust til umsóknar að ári liðnu óski fullur þriðjungur
sóknarbama þess skriflega.
2. Með breytingu þeirri sem nefndin telur eðlilegt að gera varðandi val á
sóknarpresti er leitast við að tryggja tvö vænleg markmið. Annars vegar að
sóknarböm velji prest sinn með beinni kosningu eða kosningu kjörmanna og hins
vegar að menntun, ffamhaldsnám og góður starfsferill presta geti nýst þeim til
ffamgangs. Offar en ekki fer ffamangreint saman og sóknir velja sér hæfasta
einstaklinginn úr hópi umsækjanda, en prestar hafa nú enga tryggingu fýrir því að
menntun þeirra, ffamhaldsnám og starfsferill tryggi þeim framgang í starfi. Sú
107