Gerðir kirkjuþings - 1996, Qupperneq 264
1996
27. KIRKJUÞING
21. mál
Er það von okkar og höfum við reyndar fengið það staðfest að kirkjuráði hafi nýst
umsagnir nefndarinnar við það vandasama starf sitt að úthluta fjármunum frá
jöfnunarsjóði.
Við ffamangreinda vinnu komu ffam allnokkur atriði, sem ástæða er til þess að vekja
athygli kirkjuþings á, ef verða mætti til þess að þoka málum í betra horf og koma í
veg fyrir árekstra og mistök í náinni ffamtíð.
Ástand umsókna var almennt mjög lélegt. Að verulegu leyti má rekja það til
eyðublaðsins, sem umsókn er rituð á. Þar skortir margs konar nauðsynlegar
upplýsingar, sem veruleg vinna fer í að afla. Kirkjuráð hefur nú þegar tekið ákvörðun
um endurskoðun eyðublaðsins og er það vel. En einnig var verulegur misbrestur á, að
nauðsynleg fylgigögn bærust með umsóknum, svo sem reikningar, teikningar,
sundurliðaðar nákvæmar ffamkvæmda- og kostnaðaráætlanir og ljósmyndir. Nefndin
markaði sér þá stefhu að gera kröfu til þess að nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir,
til þess að hægt væri að veita fullnægjandi umsögn. Við töldum mikilvægt að veita
aðhald í þessu strax í upphafi, til þess að knýja á um eðlileg skil samhliða umsókn.
Ljóst er að verulegur fjöldi ffiðaðra kirkjulegra mannvirkja er í landinu. En hitt er
einnig Ijóst að í vaxandi mæli eru margir söfnuðir alls ófærir um að sinna því viðhaldi
þessara mannvirkja sem skylt er samkvæmt lögum. Eftir þessa fyrstu yfirferð er okkur
ljóst að taka þarf upp við stjómvöld umræðu um þær skyldur, sem þjóðminjalögin
leggja söfnuðum á herðar og leita nýrra lausna. Komið hefur fram að húsfriðunamefnd
getur í krafti laganna knúið söfnuði til gagngerra viðhaldsframkvæmda við kirkjur,
sem í raun hafa verið aflagðar sem sóknarkirkjur. I vaxandi mæli em friðaðar kirkjur í
mjög fámennum sveitasöfnuðum, sem hafa engin efni á að standa undir slíku viðhaldi,
eða fleiri slíkar kirkjur, safnist saman fámenn sveitarfélög við sameiningu.
Nefndin mun nú í vetrarbyrjun eiga fund með húsffiðunamefnd til þess að ræða ýmis
mál, sem varða báða aðila. Það er skoðun okkar að núverandi reglur um skylduviðhald
gangi ekki upp þegar til lengdar lætur og að semja þurfi nýjar vinnureglur og fá lögum
breytt í samræmi við þær. Ástæða væri til þess að kirkjuþing tæki þetta mál til
umræðu og ályktunar.
Hver er í revnd lágmarksstærð þess safhaðar sem skylt er að reka og viðhalda kirkju?
Fámennasti „söfnuður” sem umsókn barst frá að þessu sinni taldi einn (segi og skrifa
1) safnaðarmeðlim. Ohjákvæmilegt er að taka þetta viðkvæma mál til umræðu og
framfylgja lagaákvæðum. Kirkjuyfirvöld verða að finna veginn milli stærðar og
greiðslugetu safhaða og þeirra skyldukvaða, sem þeim eru lagðar á herðar. Af
umsóknum hefur vissulega komið í ljós að söfnuðir hafa ráðist í framkvæmdir, sem
þeim mátti ljóst vera að þeir gátu ekki ráðið við óstuddir, og á það ekki eingöngu við
um fámenna söfnuði.
Þær spumingar hafa vaknað hvort hægt sé að koma í veg fyrir slík vinnubrögð, grípa
inn í slíka ffamkvæmd, veita nauðsynlega ráðgjöf og jafnvel breyta áformum. Við
höfum spurt okkur og viljum varpa þeirri spumingu áfram, hvort sjálfstæði safnaða
eigi að vera svo mikið, að kirkjuleg yfirvöld geti ekki krafist þess að þeir geri á
fullnægjandi hátt grein fyrir, hvemig þeir hyggist standa við fjárhagslegar
skuldbindingar sínar áður en þeir fá heimild til að hefja framkvæmd eða halda henni
áffam? Eða hvort þeim verði gert skylt að leggja fram heildaráætlun og mat á
framkvæmdagetu til samþykktar?
261