Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 35
Skýrsla til kirkjuþings 1996
Ráðgjöf
Á vegum safnaðaruppbyggingar hefur prestum og söfnuðum verið þjónað með
margvíslegu móti á liðnu ári. Veitt hefur verið hjálp við mat á kirkjustarfi og
hvernig bæta má starfið. Haldnir hafa verið kvöldfundir með prestum og
sóknarnefndum eða langir vinnufundir um helgi. Síðan hefur verið unnið úr
gögnum og gerðar áædanir. Þessi þáttur starfsins hefur verið afar
ánægjulegur. Sérstaklega sýnist mér heimsóknir til sókna út á landi vera
mikilvægar og skila miklu. Æ fleiri prestar hafa einnig uppgötvað að kalla má
undirritaðan til ráðagerða. Sums staðar er verið að endurskipuleggja
safnaðarstarfið eða nýjar aðstæður að skapast í sókninni, sem krefjast
viðbragða. Prestarnir geta gengið að því vísu að þeir eigi félaga sem getur
skoðað málin með þeim, vegið rök og hugmyndir og verið stuðningur. í
heimsóknum út á landi er komumaður gjarnan nýttur til að halda fyrirlestur
eða vera með fræðslukvöld í kirkjunni. Þá hafa sóknarnefndir og starfsmenn
safnaða haft frumkvæði að heimsóknum.
Samstarfsverkefni prófastsdæma
Húnavatns- og Kjalarnes-prófastsdæmi hafa staðið að samstarfsverkefni liðið
ár, sem hefur einkum verið fólgið í heimsóknum og stuðningi við nýja
starfshætti. Á dagskrá voru Vordagar, unglingaheimsóknir, þátttaka í
héraðsfundum samstarfsprófastsdæmis og heimsóknir aldraðra.
Kóraheimsóknir verða á dagskrá síðar sem og unglingaskipti. Undirritaður
studdi þetta verkefni eftir föngum, sótti m.a. undirbúningsfundi norðan og
sunnan heiða og ritaði fundargerðir. Hefur þetta verkefni verið mjög
ánægjulegt og aðstandendum til sóma og ekki síst próföstunum.
Útgáfuverkefni
Unnið er að útgáfu á könnun á safnaðarstarfi og viðhorfum prests og
sóknarnefndar. Sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur, hefur haft forgöngu um gerð
þessarar könnunar, sem mun nýtast vel prestum, söfnuðum og próföstum sem
vilja meta starf og gera áætlanir í sóknum og prófastsdæmum. Þá er unnið að
útgáfu ritgerðasafns um safnaðaruppbyggingu, sem nýtast mun öllum þeim
sem vilja fræðast um forsendur og aðferðir safnaðaruppbyggingar.
Námskeið.
Námskeið um helgihald og trúarlíf, nefnt Lifandi steinar, var gefið út af
safnaðaruppbyggingu á sínum tíma. Til að undirbúa þá, sem vildu gjarnan
halda slíkt fulíorðinsfræðslunámskeið í sinni sókn, var haldinn
kynningarfundur í sept. s.l., sem Tómas Sveinsson og Jónanna Björnsdóttir
héldu í Háteigskirkju, en þau hafa haldið þetta námskeið nokkrum sinnum.
Þátttakendur voru úr sjö sóknum. Vel var látið af námskeiðinu og margir
prestar hafa beðið um að kynningin verði endurtekin, sem væntanlega verður
í upphafi árs 1997. Þá er stefnt að svipuðum kynningum á landsbyggðinni, enda
námskeiðið allt of gott til að liggja í salti.
Biskupsstofu Suðurgöcu 22 150 Reykja 32 91-621500 — Fax 91-13284 og 624639